Hagsmunaaðilar ..

Eiga ekki og mega ekki vera ráðandi í störfum nefnda sem fjalla um og taka afstöðu til kerfa sem fjalla um þeirra sömu hagsmuni. Eðli máls samkvæmt geta þeir aldrei verð ráðandi í svona starfi, þótt sjálfsagt sé að hlusta á þeirra sjónarmið.

Sorglegt er hins vegar að sjá fulltrúa sjómanna gerast handbendi sinna atvinnurekenda með þeim hætti sem fram kemur , vekur grun um auðsveipni við húsbóndavaldið. Svipunni er sveiflað óspart ef þið hlýðið ekki strákar!

Mikið fagnaðarefni að skref skuli loks stigin til að vinda ofan af þessari kvótavitleysu, bent hefur verið á að s.k. fyrningarleið geti verið varasöm , þar sem með henni væri í raun verið að viðurkenna eignarrétt á aflaheimildunum.

Ástæðulaust að fara nokkrar þær leiðir sem viðurkenna slíkt. Þessi réttur sem þessir blessaðir kóngar þykjast einir mega hafa yfir auðlindum sjávar, þ.e. öllu sem lifandi hrærist í sjónum, er sjálftökuréttur og hefur enga eignarheimild myndað.

Nú ríður á að þjóðin þjappi sér um stjórnina í þessu máli, því ekki munu hrunflokkar íhalds og framsóknar vera nothæfir til að vinda ofan af þessu rugli sem hefur líklega lagt grunninn að hruninu.

Fyrirmyndin af hverskonar sjálftöku og ófyrirleitni í viðskiptum.


mbl.is „Nefndarmenn eru hafðir að fíflum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband