BYMUR !

Svo ég falli í þá gryfju sem ég sjálfur hef gagnrýnt aðra fyrir að lenda í,  semsagt ótímabæran kjaftavaðal um heiti á hinu nýja, fjalli,felli, hól eða gíg, sem myndast hefur á Fimmvörðuhálsi, þá legg ég til ofanritað heiti.

 Þessu heiti hef hvergi fundið stað annarsstaðar en í mállýsku okkar s.k. Tjarnalandsbræðra forðum.

Semsagt BYMUR var uppdigtað heiti okkar á ólmum þarfanautum sem gjarnan drundi í þegar sá gállinn var á þeim.  Til mótvægis var kvenkynið BAMA, kýrin.

Hef ekki fundið þetta orð t.d. í orðabanka íslenskar málstöðvar.

Þykir reyndar með ólíkindum að þetta orð, Bymur sé ekki til í íslensku máli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband