Hvaða fjárhagslegi ávinningur er fyrir ríkissjóð af þessum aðgerðum?

Spyr sá sem ekki veit! Ef við gefum okkur að uppsagnir 100 heilbrigðisgeirastarfsmanna spari launaútgjöld uppá t.d. 500 millur, þá hverfa þar með skatttekjur í ríkissjóð uppá u.þ.b. helming upphæðarinnar og 100 manns fara á atvinnuleysisbætur sem þýða útgjöld fyrir atvinnuleysistryggingasjóð uppá ca. 200 millur . þá eru 50 milljónir eftir sem tapast sennilega í minnkandi neyslusköttum og hverskonar öðrum vandræðagreiðslum sem til koma vegna þessara aðila sem missa vinnuna. Annað gæti líka komið til , semsagt að hluti þessa fólks hverfi úr landi.

Allt er þetta auðvitað slumpareikningur, en held ég ekkert óraunhæfur. Kannske ofreiknaður hluti beinna skatta sem tapast, en á móti líklega vanreiknuð önnur veltuáhrif.

Þá er eftir að telja viðbótarkosnað sem kemur til vegna margskonar flutninga og aukins álags annarsstaðar, en auðvitað er það ekki allt neikvætt, allra síst fyrir íbúa sem sitja nær þessum stærri sjúkrahúsum.

Merkilegt í þessu ástandi hér hvað ráðamenn virðast gleyma að reikna hlutina út frá breytilegum forsendum.  Sjá sparnað á einum pósti , en gleyma að á móti kemur kannske bæði kostnaður á öðrum vettvangi sem og beint tekjutap ríkissjóðs á móti.


mbl.is Hvetja Sunnlendinga til að mæta á fund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyþór Örn Óskarsson

Góður punktur hjá þér sem vert er að koma í umræðuna..........

Eyþór Örn Óskarsson, 11.10.2010 kl. 01:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband