Líkur til að Icesave verði kolfellt !

5.-6. janúar  2010, semsagt strax eftir vísun forseta á Icesave 2 til þjóðaratkvæðis, var skv. þjóðarpúlsi nokkur meirihluti, eða 53,2% á því að samþykkja samninginn en 41% aðspurðra vildi hafna og 5,8% ætluðu að skila auðu.  Tæpri viku seinna höfðu hlutföll heldur betur snúist við og 61,9% vildi hafna samningnum en 32,9 samþykkja aðrir 5,3% skila auðu. jafnt og þétt hallaði svo á þá sveifina sem niðurstaðan síðan endurspeglaði, og endaði með algjörri höfnun þess vitleysissamnings.

Því skulu þeir sem berja sér á brjóst í dag í ljósi meints meirihluta skv. fyrstu könnun nú, tala af hógværð um að reka forsetann og svívirða sem mest.

Nú sem áður virðist ógnandi hræðsluáróður undirlægjuaflanna virka fyrstu dægrin, en almenningur síðan sjá í gegnum lygavefinn sem spunninn er í þágu handrukkara Breta og Hollendinga.Eða hvað sem á að kalla þau skötuhjúin sem telja sig hafa þann tilgang helstan með stjórnarsetu að ganga þeirra erinda!

Miðað við þá fylgissveiflu sem varð frá fyrstu könnunum í fyrra , má ætla að nýjustu afurðinn verði íklega hafnað með 75-85% atkvæða gegn kannske 12-15%.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband