Enn upphefst gólið!!!

Nánast alltaf þegar netsöfnun undirskrifta til stuðnings, eða eftir atvikum gegn tilteknum mönnum eða málefnum er í gangi koma fram spekingar sem reyna að niðra þessar safnanir og ganga jafnvel svo langt að játa á sig lögbrot sínum málflutningi til framdráttar.

Þetta er þvílíkt bull, því að hér er auðvitað ekki um lögformlegar kosningar að ræða sem hafi skuldbindandi áhrif, heldur viðhorfskannanir til að fá lauslega hugmynd um fylgi við tiltekinn einstakling eða málstað.

Viðkomandi, einstaklingur eða aðstandandi málefnis hefur svo í hendi sér að meta trúverðugleika útkomunnar.

Það er staðreynd að ekki nándar nærri allar svona safnanir skila árangri! Og hvers vegna?

Vegna þess að málefnið nýtur ekki stuðnings.

 Ættu ekki allir að geta bara svindlað og kosið ómælt um eigin hugðarefni í nafni annarra , ef það er svona auðvelt?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek undir þetta, það er óþolandi þegar fólk sýnir svona undiskriftasöfnunum þá lítilsvirðingu að fíflast með þær.  Og stæra sig af því eftir á í fjölmiðlum bítur höfuðuð af skömminni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.1.2012 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband