Þú segir það Arni Páll! Er hægt að vera heimskari?

Þvílíkt aula yfirklór.  Fékkst ótal aðvaranir löglærðra sem leikra, þ.m.t.  umboðsmanns skuldara, neytenda og háskólafólks,svo maður nefni ekki Marinó Njálsson og Guðmund Andra og Hagsmunasamtök heimilanna, um að þetta stæðist ekki. Allt hundsað og lögin keyrð í gegn með minnihluta samþykki, 27 atkvæði af 63. 

Má spyrja hvað meirihlutinn var að bardúsa að sitja hjá ?

Enginn réttur verið af nokkrum tekinn segir þú! Stórar fréttir það. Þú tókst allavega af mér  þann rétt að fá að vera í friði fyrir Stefnu-Vargi bankanna sem laumaðist að konu minni með upplognar kröfur rétt fyrir Jólin í fyrra . Kröfur sem sóttu sér styrk í þessi O-lög þín.Fjárkúgunarkröfur byggðar á lögleysu þinni.  Orsökuðu svefnlausa nótt  hjá fólki sem alltaf hefur verið í skilum, og er enn í skilum og rúmlega það miðað við löglegar forsendur lánasamningsins. Raunar  u.þ.b. milljón í plús ef rétt hefði verið reiknað. 

Ekki skapast skaðabótaskylda gagnvart ríkinu segir þú! Þú segir fréttir, hugsar greinilega bara út frá annarri hliðinni, semsagt bankanna! Því skyldum við sem þurftum að líða fyrir þín ólög, lög sem hafa verið dæmd af æðsta dómstól þjóðarinnar, brjóta gegn stjórnarskrá, ekki sækja okkar rétt gganvart ríkinu fyrir að gefa fjármála fryritækjunum áframhaldandi skotleyfi á okkur?

Nú eru þetta auðvitað smámunir sem við hjónin höfum þurft að þola miðað við margan sem hefur verið sviptur eigum sínum og rændur á grundvelli þinnar lagasetningar. Ekki ólíklegt að þeim beri bætur af hálfu ríkissjóðs fyrir styðja við illan ásetning gróðapunganna gagnvart lánþegum.


mbl.is Lögin „tóku ekki rétt af nokkrum manni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já maður verður virkilega reiður bara...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 19.10.2012 kl. 09:39

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já og þetta er verðandi formaður Samfylkingarinnar, vert að hafa það í huga.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.10.2012 kl. 11:29

3 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Verði þeim að góðu Asthildur. Vonandi verður það þeim þá beiskur biti í munni og reitir maklega af þeim fylgið!

Kristján H Theódórsson, 19.10.2012 kl. 14:22

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það væri ánægjulegt fyrir Frjálst Ísland.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.10.2012 kl. 18:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband