Vanstilltir "vinstri" menn!

Það er svolítið umhugsunarvert , að nokkrir einstaklingar hafa verið sérstaklega heiftúðugir og vanstilltir í garð Frjálslyndra vegna umræðunnar um innflytjendamálin. Þetta eru yfirleitt fylgjendur s.k. vinstri flokka Samfylkingar og Vinstri grænna. Þetta eru auðvitað bara örfáir minni spámenn.

 Allt þokkalega upplýst fólk er löngu búið að átta sig á að engin rök eru fyrir þeim heiftaráróðri sem verið hefur gegn Frjálslyndum vegna innlytjendaumræðunnar. Það mátti öllum vera ljóst sem hlýddu á yfirvegaðan málflutning Lýðs Árnasonar í Silfri Egils á sunnudaginn var.

Sömuleiðis hefur verið greint frá því að Karl Tómasson, sem reyndar er fulltrúi Vinstri grænna í bæjarstjórn Mosfellsbæjar , hefur að sögn orðið fyrir svæsnum árásum vegna framkvæmda í Mosfellsdal sem bæjaryfirvöld samþykktu í óþökk margar bæjarbúa. Nú hef ég reyndar ekki sönnur á að þar séu flokkssystkini hans , eða Samfylkingarfólk sérstaklega á ferð þótt óneitanlega læðist að manni grunur um að svo sé.  Þetta fólk vill jú gjarnan telja sig sérstaka umboðsmenn náttúrunnar nú um stundir.

Er þetta virkilega sérstakur fylgifiskur s.k. vinstrimennsku, að hafa litla stjórn á skapsmunum, og kunna sér ekki hóf í skætingi,og því að úthrópa fólk fyrir skoðanir sínar, þegar  rökin þrýtur!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er svolítið hugsi yfir þessu líka.  Nú mætti maður ætla að menn myndur stíga í takt við að koma þessari ríkisstjórn frá.  En ekki bara hugsa um sinn eiginn rass.  Hvað eru menn eiginlega að hugsa ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.4.2007 kl. 11:40

2 identicon

 

Já, það er ekki annað að sjá en að þetta einkennis vinstri menn fyrst og fremst.   Hlýtur bara að vera slæmt uppeldi, almennt séð.

Bjarni M. (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 04:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband