Völva Vikunnar gerði frekar ráð fyrir DV stjórn!

Var að lesa yfir Völvuspána síðustu, og komst þá að því að mig misminnti um að hún hefði spáð D-S stjórn. Líklega var það önnur völva, hugsanlega á vegum Hér og nú.

Margt fer býsna nærri hjá Völvu Vikunnar um niðurstöður kosninganna, en þó ekki allt nákvæmt.

Gengur út frá tveggja flokka stjórn undir forsæti Geirs, en telur það verða annað hvort með Vinstri grænum eða jafnvel Framsókn áfram! Nú er auðvitað ekki öll nótt úti enn fyrir þessari spá, þótt líkurnar séu á þessari stundu nokkuð sterkar fyrir að Samfylkingin hafi betur.

Þá telur völvan að tími Björns Bjarnasonar sé liðinn sem stórkanónu í Íslenskri pólitík.

Vangaveltur hafa verið hjá ýmsum um að Geir verði að hafa Björn áfram í ráðherraliðinu til að sýna "auðmanninum" Jóhannesi í Bónus í tvo heimana, en spyrja má sig að því hvort Geir væri ekki þannig að sýna stórum hluta kjósenda flokks síns fingurinn.  Ef hann hleður undir þá þingmenn sem fá slíka útreið hjá eigin kjósendum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er margt í mörgu, og ekkert útséð fyrr en allt er geirneglt niður.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.5.2007 kl. 20:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband