Það gleymdist að slökkva á útvarpinu að kvöldi 22.jan.1973.

Ógleymanleg minning,35 ára gömul. Við hjónin á okkar fyrsta ári í hjúskap og höfðum, aldrei þessu vant gleymt að slökkva á útvarpsviðtækinu, sem við ,þó einkum frú Brynja hafð alltaf verið einkar pössunarsöm með. 

Í svefnrofunum undir morgun fóru að síast inní hausinn á mér einkennieg tíðindi, að sjálfsögðu afgreidd sem draumur í fyrstu. Á þeim árum var ekki búið að finna upp næturútsendingar á útarpsstöðinni , þeirri einu sem í boði var, og því ekki von á hljóðmerkjum þaðan .

 Sérkennilegur draumur um að Heimaey stæði í björtu báli. Eyjan sem ég hafði gist tæpum 2 árum fyrr, sem ungur maður á minni fyrstu og einu vertíð í Eyjum um tveggja mánaða skeið.

Vann í "Hraðinu" og gisti Edinborgina sem hvorutveggja varð hrauninu að bráð.

Ég hálfvaknaði og hristi hausinn og velti mér á hina hliðina, hvaða draumarugl er þetta !

En áreitið hélt áfram og stigmagnaðist, draumurinn hélt áfram og varð að raunveruleika áður en dagur rann!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband