"Brjálæði að vilja flugvöllinn úr Vatnsmýrinni!" Frétt af Vísir.is með vísan í Lesbók Moggans!

Danskurinn tekur upp hanskann fyrir ca. 60 % borgarbúa og Ólaf F.

"Danskur arkitekt sem er einn af aðalarkitektum nýja tónlistar- og ráðstefnuhússins í miðborginni, segir brjálæði að vilja Reykjavíkurflugvöll burt úr Vatnsmýrinni. Það sé auðlind út af fyrir sig að hafa flugvöll í borginni og það spari einnig orku.

Það er stundum sagt að glöggt sé gestsaugað, en ekki eru gestirnir alltaf sammála. Þannig unnu skorskir arkitektar samkeppni um skipulag Vatnsmýrarinnar þar sem gert er ráð fyrir því að flugvöllurinn hverfi úr Vatnsmýrinni. Í Lesbók Morgunblaðsins í dag er viðtal við danska arkitektinn Peer Teglgaard Jeppesen ein frægasta arkitekt Dana og hönnunarstjóra arkitektastofunnar HLT í Danmörku. Stofa hans tók þátt í að hanna bæði aðalstöðvar Háskólans í Reykjavík við Öskjuhlíð og nýja tónlistar- og ráðstefnuhúsið við Reykjavíkurhöfn. Í viðtalinu segir Peer að hann voni að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýrinni. Það sé auðlind að eiga flugvöll og brjálæði að vilja heldur aka í hátt í tvo tíma til Keflavíkur. Flugvélar muni þróast og þurfa styttri flugbrautir og því gæti flugvallarsvæðið hugsanlega minkað.

Orðrétt segir Peer: „En í framtíðinni væri það styrkur fyrir borgina að hafa flugvöllinn. Þannig má komast á auðveldan og fljótlegan hátt inn í miðborgina." Einnig þurfi að huga að orkunotkuninni og því ekki gáfulegt að láta fólk aka langar leiðir að óþörfu."

Spurnig hvort hið óstjórntæka borgarfulltrúalið ætti ekki að fara að víkja fyrir öðrum sem eru líklegri til að túlka sjónarmið almennings í borginni í réttum hlutföllum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það að ætla sér að fjarlægja flugvöllinn er hið versta mál.  Gott að fá álit fólks sem veit hvað það er að segja. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.5.2008 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband