90 ár frá fæðingu móður minnar!

Fyrir réttum 90 árum, þann 19. júní 1918  fæddist í Krossadal lægri við utanverðan Tálknafjörð,afskekktu býli við ysta haf,  móðir mín ,Guðmunda Finnbogadóttir.  Hún var næstyngst í stórum systkinahópi, en alls voru þau 10 .  Föður sinn missti hún tæplega 5 ára gömul, og leystist þá heimilið upp eins og oft gerðist.  Hún var þó svo lánsöm að fá að fylgja móður sinni ásamt yngsta bróðurnum í vistum á ýmsum bæjum í firðinum .

Síðar lá leiðin til Patreksfjarðar við hin ýmsu störf og á húsmæðraskóla á Ísafirði og að endingu í Eyjafjörðinn, þar sem hún kynntist föður mínum á því herrans ári 1946.  Gengu þau í hjónaband 22. desember s.á. sem greinir í 100 ára minningu hans hér fyrr á þessum bloggvettvangi.

Í Eyjafirði "fram", á Ytri-Tjörnum, Freyvangi og Tjarnalandi var hennar starfs- og lífsvettvangur úr því næstu tæp 50 árin, þar sem hún ól og kom til manns 10 börnum við skilyrði sem í dag þættu ekki boðleg . Húsnæðisþrengsli og oft ekki úr miklu að spila á tímum skömmtunar og hafta margskonar.

Aldrei minnist ég þó svengdar eða hafa liðið fyrir erfiðar aðstæður ,og mun það engum  frekar að þakka en þessari hversdagshetju sem fæddist á sjálfan kvennadaginn 1918,er 3 ár voru liðin frá að íslenskar konur fengu kosningarétt. Hún lést á Kristnesspítala þann 4. ágúst 1996.

Afkomendurnir eru orðnir hátt á sjötta tuginn og ætla þeir að koma saman ásamt mökum á niðjamóti í Freyvangi núna um helgina til að minnast þeirra.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Til hamingju með afmælisdag móður þinnar frændi.

Níels A. Ársælsson., 19.6.2008 kl. 22:57

2 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Kærar þakkir frændi!

Kristján H Theódórsson, 19.6.2008 kl. 23:08

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Eigið ánægjulega helgi í um helgina í Freyvangi,

Sigurjón Þórðarson, 20.6.2008 kl. 09:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband