Fyrir hvaða "ÁBYRGÐ" er verið að borga há laun?

Sá mikli misskilningur virðist uppi hjá sumum gæðasálum hér á bloggsíðum sem víðar , að krafan um afsögn Seðlabankastjóra megi líkja við persónulegt einelti!

Vissulega hefur þetta farið að snúast nokkuð hastarlega um persónu eins manns, en það er af gefnu tilefni. 

Davíð Oddsson er nefnilega einn hæst launaði embættismaður þjóðarinnar, og rökin fyrir háum launum slíkum til handa eru jú jafnan þau að þeir beri mikla ábyrgð!

Og hvernig axla menn ábyrgð?  Jú með að segja sig frá þeim störfum sem þeir hafa ekki reynst ráða við að gegna.  Hafa klúðrað með einhverjum hætti!  Launin eiga jú að gera þeim fært að leggja fyrir til mögru áranna ,ef þeir skyldu missa sitt hálaunaða ábyrgðarstarf!

Það er almannarómur , ekki bara hérlendur , heldur einnig að utan kominn, að þess ágæti maður hafi heldur betur klúðrað málum fyrir hönd okkar fjármálakerfis og honum beri því að sýna gott fordæmi og víkja fyrstur manna. Axla þannig þá miklu ábyrgð sem hann hefur fengið ríkulega greitt fyrir en ekki risið undir! 

Maðurinn er farinn að skaða möguleika okkar að byggja upp traust á nýjan leik!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Heyr heyr!!

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.10.2008 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband