Maðurinn staðfesti margendurtekið vanhæfni sína!

Í frekar aumkunarverðri tilraun til sjálfsupphafningar á kostnað allra hinna, kom Davíð aftur og aftur að því sem er meginrökin fyrir nauðsyn þess að hann víki úr Seðlabankanum.

Það semsagt tekur enginn mark á honum lengur, og svo hefur verið í aðdraganda bankahrunsins!

Burt séð frá því hvað er satt eða logið um viðvaranir hans í allar áttir um yfirvofandi hrun bankakerfisins, þá stendur upp úr að menn töldu hans tíma liðinn og honum ekki treystandi.

Þessvegna verður hann að víkja!

Að vera vælandi yfir aðferðinni sem notuð er til að ýta honum til hliðar er hlægilegt í ljósi sögunnar. Hvernig var t.d. þjóðhagsstofnun lögð niður?

Ég var ekki hrifinn af málsvörn þessa fyrrum snjalla foringja!

 


mbl.is Fjármagnsflutningar Kaupþings höfðu mikil áhrif á Bretana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

ég tek eftir að seðlabankastjóri vill ekkert muna forsætisráðherratíð sína...sem var löng?...stoltur?...hann setti þessar “reglur ” seðlabankans sjálfur (og lagði niður þjóðhagsstofnun).

Er allavega að hugsa um “Sauruman” í Hringadróttinssögu núna og bara veit (18 ára reynsla ) að mjög margir Íslendingar halda að “þetta sé” hálmstráið?

...so help me God!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 24.2.2009 kl. 21:47

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er auðvitað alveg hárrétt hjá þér Kristján. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.2.2009 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband