Reginhneyksli að þessi flokksómynd skuli ætla að bjóða fram í vor!

Einn viðmælenda i spjallþætti á RÚV áðan komst svo að orði. Náði því miður ekki nafni hans!

Hann taldi þá eiga að skammast sín og taka sér a.m.k. 4 ár hlé ,ef ekki 8 ár.

Er eiginlega sammmála þessu.  Viðbrögð þessarar undirmálssamkomu við málflutningi Guðmundar Halldórssonar  sem frá segir í þessari frétt staðfestir þetta álit.

Þessir ófyrirleitnu afglapar nánast hlægja allar svona tillögur út af borðinu ef þær hafa ekki verið fyrirfram blessaðar af klíkunni sem öllu ræður í flokknum , og þar eru útgerðarmenn ansi áhrifamiklir að talið er.

 Þótt nánast sönnun liggi fyrir að þetta afspyrnuheimskulega kvótakerfi hafi verið rótin að og nánast valdið efnhagshruninu að áliti margra, fyrir utan að hafa á engan átt stuðlað að því sem voru rökin fyrir því þegar því var logið uppá þjóðina af ómerkilegum sjálfgræðgismönnum , nefnilega að vernda og byggja upp fiskistofna við landið, þá skal enn haldið í þessa vitleysu!

Sannar að þessi flokkur hefur ekkert lært og er óstjórntækur næstu árin, verðum að vona að hann fái allavega vel innan við þriðjung þingmanna svo þeir geti ekki þvælst fyrir nauðsynlegum stjórnlagabótum .

Sorglegt að enn í dag skuli fólk mæta þarna og mæra þessa álfa sem allt hafa keyrt í þrot.

Sjálfur var ég alltof lengi í þessum söfnuði , en vaknaði sem betur fer upp um síðustu aldamót að þarna er bara verið að nota nytsama sakleysingja, sem halda það einhvern heiður að fá að sitja þetta hallelújaþing og klappa með hrifningu hvert sinn sem höfðingjarnir segja "brandara" á kostnað hinna flokkanna .

  Hafa því miður ekki kímnigáfu til að sjá sína eigin "Keisaranekt".


mbl.is „Kvótakerfið er krabbamein sjávarútvegsins“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: AK-72

Það var Þór Saari, frambjóðandi Borgarahreyfingarinnar sem komst svo að orði.

AK-72, 28.3.2009 kl. 14:53

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

já, það er engin smá lýðræðisástin og skoðannafrelsið sem hérna birtist.

Fannar frá Rifi, 28.3.2009 kl. 15:55

3 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Það er í hæsta máta lýðræðislegt og raunar eðlilegt, að stjórnmálaafl sem hefur komið þjóð sinni efnahagslega á kaldan klaka með óstjórn, viðurkenni mistöks sín og dragi sig í hlé meðan endurhæfing og endurskoðun hinnar misheppnuðu hugmyndafræði stendur yfir!

Kristján H Theódórsson, 28.3.2009 kl. 22:37

4 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það er hægt að taka undir hvert orð hjá þér Kristján. Ég sé líka að þú hefur opnað augun fyrir því að þarna væri ekki von um neinn bata, eitthvað aðeins á undan mér. En það er með hreinum ólíkindum hvað þarna næst að halda utanum marga sakleysingja og telja þeim trú um að útgerðarmafían í landinu sé það sem haldi í okkur lífinu?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 29.3.2009 kl. 09:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband