Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Unga fólkið í Framsókn vill síður láta gamla settið blóðmjólka flokkinn í þágu eigin valdagræðgi!

Hef heimildir fyrir því að unga fólkið í flokknum berjist gegn áframhaldandi stjórnarsetu með íhaldinu, en gamla settið sé þarna ,eins og á fleiri sviðum skítsama um framtíð flokksins ,bara ef þau fá að sitja að kjötkötlunum eins lengi og sætt er.

Svipað og í umhverfismálunum. Ekkert hugsað um framtíðina, bara urga allt niður í bera klöpp í þágu einnar kynslóðar. Skítt með þá sem eiga að erfa flokkinn og landið!


Því ekki að láta einu sinni reyna á minnihlutastjórn.

Gæti orðið spennandi kostur einu sinni að láta reyna á samstarf t.d. S og V, með  hlutleysi B og F.

Gæti verið gaman að sýna D fram á að þeir séu ekki með of sterka stöðu:)


Hræðsluáróður gegn Íhaldslausri stjórn !

Hryggjarstykkið í áróðri Sjálfstæðismanna fyrir þessar kosningar er sú að mikil skelfing sé að við fáum aftur s.k. Vinstri stjórn.  Þannig skilgreina þeir stjórnir sem þeir sjálfir eru ekki aðilar að.

Sjálfur var ég fylgjandi D flokksins til skamms tíma , og á þeim tíma frá u.þ.b. 1971 til 1991, sem var sá tími sem ég var að stofna mitt heimili og koma börnum á legg, stofna mitt bú í sveitinni og semsagt miðhlutinn og blóminn af mínum lífshlaupi, voru s.k. vinstri stjórnir meira og minna við völd.

Þegar ég lít yfir farinn veg, get ég samt ekki skrifað uppá að þetta hafi verið eitthvað erfiðari tímar að stofna bú og ala upp börn, heldur en mér virðist í dag.

Ég að vísu, sem sannkristinn sjálfstæðismaður trúði þessu þá ,að það yrði ávísun á betri tíð ef flokkurinn minn kæmist til meiri áhrifa í landsstjórninni. Flokkurinn minn studdi að vísu með ráðum og dáð ýmsar þær aðgerðir sem rústuðu atvinnufrelsinu til lands og sjávar, og gróf þannig undan minni lífsafkomu í sveitinni, en ég auðvitað taldi mér trú um að þetta væri ill nauðsyn vegna málamiðlana við aðra flokka þá sjaldan þeir komust í stjórn á tímabilinu.

Loks komu þau tímamót 1991 að flokkurinn fékk sterkan foringja og komst til áhrifa. Þá höfðu reyndar s.k. vinstri stjórn ríkt ,og svo einkennilega tókst til að verðbólgan hafði náðst niður umtalsvert er hér var komið sögu . Nú hélt ég að allt yrði á betri veg, en öðru nær. Ekki bólaði á auknu atvinnufrelsi,nema síður væri. Kvótakerfi til lands og sjávar fest í sessi, og sovésk handstýring atvinnuveganna heldur hert.

Barnabætur markvisst skertar með auknum tekjutengingum og það á þeim tíma þegar börnin voru orðin unglingar og ennþá dýrari í rekstri.


Gott svar við bullinu í Birgi Ármannssyni vegna greina Indriða fv. ríkisskattstjóra.

 Rakst á þetta í athugasemdadálki hjá Birgi Ármannssyni http://birgir.blog.is/blog/birgir/entry/207208/ sem er að bregðast við bloggi hjá  Indriða H.Þorlákssyni . Leyfi mér að vekja hér frekari athygli á góðri hantéringu á bullinu í Birgi!

 

"Ég er alveg gáttaður á þessari grein þinn og á hvern hátt þú getur nálgast þetta og komið síðan fram með þessa niðurstöðu. Þvert á niðurstöðu manns sem eytt hefur mestum parti ævi sinnar við fjárlagagerð og skattheimtu og er mjög gegn og grandvar maður. Ég er gamall og flokksbundinn Sjálfstæðismaður, hef alltaf haft að heiðri þær hugmyndir sem flokkurinn var upphaflega stofnaður um. Frelsi einstaklingsins og einkaframtaksins. Því miður verð ég að segja að þið þessir ungu menn hafið ekki þá hugsjón sem við hinir eldri höfðum. Þið setjið allt á ríkisreksturinn, aukið útgjöldin, sem nú nema 42% af landsframleiðslu og er það met ef ég veit rétt. Bruðlið með almannafé og hafið lítið vit á rekstri, enda enginn ykkar komið nálægt rekstri eða migið í saltan sjó eins við köllum það hérna.

Ég er búinn að fá nóg af þessari þvælu ykkar um bættan hag, veit það sjálfur hvernig mín kjör hafa rýrnað á undanförnum árum. En lygina má lengi reyna, það lengi að hún verði álitin sannleikur. Helst fer ég að hallast að því að þið farið að slá út mesta lygamörð sögunnar, sjálfan Göbbels.

Það er ekki nógu góð stjórnun  á fjármálum ríkisins og skattbyrðinni er ekki réttlátlega dreift. Verðbólgan er komin úr böndum, mælist nú yfir 6%, þrátt fyrir 9% styrkingu kr. frá áramótum og afnám vsk. og vörugjalda. Nær væri að ætla að verðbólgan væri 15%, sérstaklega þegar verðbólgan fer af stað og Hrunadansinum lýkur. Já Birgir þetta er Hrunadans, ég er gamall rekstrarmaður, þekki pólitíkina vel og veit að þið siglið of nærri landi á fullum seglum með áhöfn ´sem er mismunað. Öll teikn segja manni að það þurfi að rifa seglin, færa sig dýpra og sætta áhöfnina. Svo einfalt er það. En þið berjið hausnum enn við steininn og því miður hefur það leitt til þess að mitt atkvæði lendir í fyrsta skiptið ekki hjá mínum gamla flokki."

Kv.

Hagbarður


Indriði staðfestir skattpíninguna! Stjórnin með allt niður um sig í málflutningi!

Indriði H Þorláksson http://inhauth.blog.is/blog/inhauth/entry/206789/ afhjúpar lygar stjórnarflokkanna í skattamálum á bloggsíðu sinni undanfarin dægur.

Staðfestir þar með það sem meirihluti þjóðarinnar hefur fundið á eigin buddu, og stjórnarandstaðan staðfastlega haldið fram sem og ýmsir sérfræðingar.

Maðurinn er nýlega hættur sem Ríkisskattstjóri þjóðarinnar og verður varla vændur um að fara með rugl!


Öruggari leið að kjósa ekki Sjálfstæðisflokkinn!

Góðra gjalda verð ábending hins ágæta Jóhannesar í Bónus, að menn sýni Birni Bjarnasyni stórafingurinn með útstrikun í kosningunum á morgun, en jafnframt er fólki bent á að þetta hefur því miður aldrei virkað til að koma mönnum út af þingi.

Miklu öruggara er að kjósa annað framboð í því sama kjördæmi, og bendi ég fólki sérstaklega á F listann, lista Frjálslyndra , þar sem Jón Magnússon er í forystu.  Get  nokkuð ábyrgst að þar fengjum við mann sem gæti fyllt stól Björns í dómsmálaráðuneytinu án þess að vera með einhverjar hermennsku- og hlerunargrillur.

 Hvað þá að leggja viðskiptajöfra í einelti með handstýringu úr ráðuneytinu!


Er Geir ekki veiklyndur vingull? Þorði ekki að rísa gegn ofstjórn fyrirrennara sinna!

Geir Haarde sýnist jú flestum ver frekar geðþekkur einstaklingur ,með frekar traustvekjandi framgöngu að jafnaði, og út á þetta gera Sjálfstæðismenn helst í kosningabaráttu sinni!

En er raunveruleikinn alltaf sem hann virðist?  Ef menn kynna sér sögu þessa stjórnarsamstarfs sl. 12 ár , þá kemur á daginn að Geir hefur ekki reynst trausts verður.

Hann virðist ekki hafa gert neina tilraun til að stoppa af gerræðisleg vinnubrögð þeira Davíðs og Halldórs.  Og þannig í raun gerst samábyrgur fyrir ruglinu í þeim.

Minna má á að Geir sem fjármálaráðherra hóf og markaði stefnuna í aðför ríkisins til að ná lendum bænda undir ríkið. Sýnir að hann ber ekki mikla virðingu fyrir eignarrétti einstaklinga!

 


Ætlum við að endurkjósa vafasamt fólk til að ráða málum okkar áfram?

Á laugardaginn stöndum við frammi fyrir einhverjum afdrifaríkustu kosningum Íslandssögunnar. Skv. skoðanakönnunum erum við á þröskuldi þess að steypa þeirri stjórn af stóli sem með hvað mestri lítilsvirðingu hefur umgengist stjórnarskrána okkar , og líklega brotið hana beinlínis með umgengninni um ákvæðið um málskotsrétt Forseta Íslands. Þá tóku tveir herramenn sér það bessaleyfi að gera okkur aðila að hernaðarátökum gegn fullvalda þjóð sem ekkert hafði á okkar hlut gert, án þess að bera það undir lögákveðnar stofnanir lýðveldsins.

Þótt þessir vafagemlingar séu ekki lengur í framboði eða í trúnaðarstöðum fyrir Sjálfstæðis- og Framsóknarflokk, eru enn í framboði nokkur hluti þeirra þingmanna sem gerðust samsekir þeim um óhæfuna, og brugðust þjóð sinni ,með að leggja sig ekki fram um að stöðva vitleysisganginn, en til þess höfðu þeir sterka stöðu því enginn er foringi án stuðnings sinna liðsmanna.

Hvernig getum við treyst þessu fólki aftur, sem svo hrapalega brást á ögurstundu?


Ódámar Austurlands álasa Ómari !

Og fyrir hvað!  Jú að spilla landi sem Landsvirkjun er að sökkva! Er hægt að leggjast lægra!

Orðstír hans ei mun deyja,

Ómar mun þorrann þreyja.

Lágmenni landsins geyja,

löngum að þessum peyja.

En í guðanna bænum, setjiði samt frekar X við F.


Það hefur jafnan reynst mér best að þykjast bara ekkert skilja!

Saga er sögð af af einum ágætum fyrrverandi afgreiðslustjóra Flugleiða í innanlandsfluginu hér í den, sem var að setja eftirmann sinn inn í starfið.  Þegar þar var  komið sögu hvernig bregðast skyldi við kvörtunum erlendra farþega vegna tilfallandi vandræða,kom eftirfarandi heilræði:

"Það hefur jafnan reynst mér best, að þykjast bara ekkert skilja!"

Manni verður stundum hugsað til þess arna , þegar forkólfar annarra flokka en Frjálslyndra fjalla um s.k. Færeysku leið og fiskveiðiráðgjöf byggða á kenningum Jóns Kristjánssonar fiskifræðings!

Grunnurinn í þeirri ráðgjöf er sú ,að fiskistofnar eru háðir náttúrulegum sveiflum sem tengjast breytileika í skilyrðum í hafinu og hefur lítið með veiði að gera . Línurit gerð eftir áratuga eða allt að aldargömlum heimildum um fiskveiði t.d. við Færeyjar og Ísland sýnir að þessar sveiflur hafa alltaf verið fyrir hendi, og þar kemur t.d. fram að lægðirnar hafa jafnvel stundum komið í kjölfar aðstæðna sem hafa leitt til lítillar sjósóknar. s.s heimstyrjaldanna .  Línurit sýnir sömuleiðis að síðan við losnuðum við Breta og aðra erlenda aðila af  fiskimiðunum við landið, hefur kúrfan með eftirtektarverðum hætti legið niður á við.

Skýringin er auðvitaðð  sú, að  eftir að veiðistýringin hófst, hafa hafsvæðin að einhverju leyti verið ofsetin. Ekki er fæða í hafinu fyrir alla þá fiska sem Sjávarútvegsráðherrar Íslands vilja gjarnan friða til áframeldis og síðari veiða. Þar við bætist líklega ofveiði á loðnu og ýmsum smáfiskum sem er gjarnan í fæðukeðju þorsksins t.d.     Þessi fiskur sveltur því og bætir ekki við sig í þyngd ,eða hreinlega drepst og verður því ekkert frekar til skiptanna þegar til á að taka. Þegar ráðherra leyfir mönnum að fara að veiða þennan sparifisk, þá er hann annaðhvort dauður eða við hungurmörk.

Lærdómurinn er sá að við geymum ekki fisk í hafinu uppá þau býtti að geta gengið að honum vísum til veiða síðar!

Kristján Þór Júlíusson þóttist sniðugur að bregða fyrir sig þessu skilningsleysi í umræðum um atvinnumál og.fl. í sjónvarpsþætti með frambjóðendum allra flokka  sem sendur var út frá Egilsstöðum í kvöld. Hélt sig geta mátað Sigurjón Þórðarson í umræðum um sjávarútvegsmál með að benda á að afli við Færeyjar væri í mikilli lægð eftir nokkurra ára ráðgjöf Jóns Kristjánssonar.  Reyndi að kenna of mikilli sókn um. 

Staðreyndin er hinsvegar sú að þetta er bara ein af náttúrulegu niðursveiflunum sem alltaf hafa verið og veiðin er augljóslega aftur á uppleið!

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband