Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Starfsbyrjunarsamningar ! Ekki dónalegt ef fram heldur sem horfir!

Fyrir ekki margt löngu fóru að tíðkast s.k. starfslokasamningar þegar greiða þurfti fyrir kynslóðaskiptum í stjórnunarstöðum . Þótti ýmsum ofrausn og öfunduðst mikið í garð þeirra sem hlutu.

Nú ber nýrra við! Verður að bjóða mönnum offjár til að fá þá til starfa á ofurlaunum!

Tilkynnist öllum sem þetta blogg lesa að bloggritari er falur fyrir skitnar 100 millur í starfsbyrjunarlaun! Kostaboð . Fyrsta-annað og .......þriðja!


mbl.is Forstjóralaun hjá Glitni 266 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rasísk framkoma?

Erum við að verða vitni að býsnamálflutningi sumra áhangenda s.k. vinstri flokka í garð Ólafs F. Magnússonar, málflutningi og framkomu sem minnir mann helst á það sem gerðist í hænsnakofanum hjá manni í sveitinni forðum? 

 Ef hænurnar urðu þess áskynja að einhver úr hópnum var veikluð-þá var hún gogguð til ólífis af skaranum. Nú ætla ég þessu fólki, hvorki Ólafi eða hans andstæðingum í borgarpólitíkinni að vera nein hænsn, eða að meiningin sé að gogga Ólaf til ólífis- en heldur finnst manni samt leggjast lítið fyrir kappana að reyna með heilsufarsdylgjum að slá öflugan hugsjónamann útaf hinu pólitíska sviði- í von um að ná sjálf fyrri stöðu í borginni.

Þetta er sama fólkið virðist mér sem grípur gjarnan til rasistagrýlunnar gagnvart þeim sem leyfa sér að telja veikleika fólginn í of hröðu innstreymi útlendinga til landsins. Sama fólk og telur rasisma að fólk sé greint eftir þjóðerni ef það brýtur lög. Þá er umburðarlyndi því efst í huga gagnvart hverri mennskri sál.

En nú er það fyrir bí, eða hvað?

Siðvit og embættisveitingar. Grein í Mogga í gær, 25.jan.

Niðurlag úr grein eftir Stefán Erlendsson stjórnmálafræðing í Mbl. í gær. Kann því miður ekki að setja hlekk inn á þessa grein.

í niðurlagi segir Stefán eftir að hafa farið yfir sögu deilna um s.k héraðsdómaraskipun Árna nokkurs Mathiesen .

"Ef málatilbúnaðurinn er skoðaður með hliðsjón af siðferðisþroskakenningu bandaríska siðferðissálfræðingsins Lawrence Kohlberg,kemur nefnilega svolítið forvitnilegt í ljós.

Kohlberg skipti siðfeðisþroska einstaklinga í sex stig en taldi jafnframt að fæstir næðu lengra en upp á fjórða stig siðferðisþroskans-svokallað stig laga og reglna. Þegar ágreiningur á borð við þann sem hér er til umfjöllunar rís er líklegt að þeir sem leggja áherslu á að fylgja lagabókstafnum fremur en að huga að anda og tilgangi laganna séu sáttir við röksemdafærslu á þessu þroskastigi. Kohlberg hélt því einnig fram að það væri nánast borin von að einstaklingur á tilteknu siðferðisþroskastigi gæti skilið eða kynni að meta röksemdafærslu þeirra sem eru á hærra stigi. Þannig er ekki víst að sá sem leggur metnað sinn í að fylgja lagabókstafnum skilji sjónarmið þess sem sem mælir eindregið með því að horft sé til anda laganna. Áhersla á anda laganna sé einkennandi fyrir röksemdafærslu á fimmta og sjötta stigi Kohlbergs.

Þegar viðbrögð núverandi forsætisráðherra við orðfæri í grein Sigurðar Líndal, sem forsætisráðherrann sagði að væri honum til minnkunar, og ummæli fyrrverandi forsætisráðherra, sem sagði umræðuna um embættisveitingu sonar síns það ljótasta sem hann hefði orðið vitni að á ferli sínum eru skoðuð í þessu ljósi öðlast þau alveg nýja merkingu. Það talar auðvitað hver og einn eins og hann eða hún hefur vit til".(feitletrun síðuritara)

Svo mörg voru þau orð!

 


Þarna mátaði nafni minn þá endanlega! Sigurður(Helgi Theodórsson)Líndal í Fréttablaðinu í dag.

Eftir að hafa lesið rökfasta grein nafna, sé ég ekki að Árna sé sætt á ráðherrastóli lengur.

 Athyglisvert er eftirfarandi sem ég hef ekki séð áður koma fram!

" Andmælaréttur

Í 2. mgr. 7. gr. reglugerðar nr. 693/1999 segir að dómnefnd skuli senda dómsmálaráðherra umsögn sína ásamt gögnum þegar hún hefur lokið störfum. Þessu næst skal dómsmálaráðherra kynna hverjum umsækjanda álit dómnefndar um hann sjálfan og gefa honum kost á að gera skriflegar athugasemdir. Ef ráðherra berast slíkar athugasemdir skulu þær bornar undir dómnefndina. - Ráðherra hefur fundið umsögn dómnefndar flest til foráttu, gallar verið á umsögn hennar, hún verið ógagnsæ og lítt rökstudd, innra ósamræmis hafi gætt við mat á reynslu sem hin ýmsu störf gefa.

Nú hlýtur að mega spyrja: Gerði sá sem skipaður var athugasemdir? Ef ekki, hefur hann ekki talið neina ágalla á umsögn nefndarinnar og samþykkt hana í reynd. Hvers vegna er ráðherra að taka fram fyrir hendur honum? Hér stendur upp á ráðherra að gefa skýringar"

(Feitletrun er síðuritara)

 


Það gleymdist að slökkva á útvarpinu að kvöldi 22.jan.1973.

Ógleymanleg minning,35 ára gömul. Við hjónin á okkar fyrsta ári í hjúskap og höfðum, aldrei þessu vant gleymt að slökkva á útvarpsviðtækinu, sem við ,þó einkum frú Brynja hafð alltaf verið einkar pössunarsöm með. 

Í svefnrofunum undir morgun fóru að síast inní hausinn á mér einkennieg tíðindi, að sjálfsögðu afgreidd sem draumur í fyrstu. Á þeim árum var ekki búið að finna upp næturútsendingar á útarpsstöðinni , þeirri einu sem í boði var, og því ekki von á hljóðmerkjum þaðan .

 Sérkennilegur draumur um að Heimaey stæði í björtu báli. Eyjan sem ég hafði gist tæpum 2 árum fyrr, sem ungur maður á minni fyrstu og einu vertíð í Eyjum um tveggja mánaða skeið.

Vann í "Hraðinu" og gisti Edinborgina sem hvorutveggja varð hrauninu að bráð.

Ég hálfvaknaði og hristi hausinn og velti mér á hina hliðina, hvaða draumarugl er þetta !

En áreitið hélt áfram og stigmagnaðist, draumurinn hélt áfram og varð að raunveruleika áður en dagur rann!


Var stjórnarbyltingin í Reykjavík skipulögð af Árna Matt og sjálfstæðismönnum til að fá menn til að gleyma skandalnum?

Maður er farinn að hafa áhyggjur af því að dómaraskipunarhneykslið gleymist í atganginum kringum meirihlutaskiptin í borginni.

Kannske íhaldinu hafi þótt svo mikið liggja við að fá landsmenn til að hugsa um annað en það hneyksli, að talið sé réttlætanlegt að tefla á tæpt vað með heldni nýmyndaðs borgarstjórnarmeirihluta?

  Á þeim vettvangi hvort eð er ekki úr háum söðli að detta , eftir októberhrun trúverðugleikans!


mbl.is Dómarafélag Íslands: Ráðherra færði ekki viðhlítandi rök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki tímabært að setja einhver takmarkandi lög á svona upphlaup?

Manni dettur í hug í framhaldi síðustu tíðinda í borgarstjórn, hvort ekki sé nauðsynlegt að lögbinda einhverjar reglur um meirihlutamyndanir . 

Allavega einhverjar siðareglur. Ömurlegt fyrir kjósendur að þurfa að upplifa svona fíflagang æ ofan æ!


mbl.is Þrúgandi óvissa í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bíðiði aðeins!

Hélt að Frjálslyndi flokkurinn hefði verið fullgildur aðili að þessu framboði á sínum tíma og ætti fullan rétt á að fá fulltrúa í nefndir , en þyrfti ekki að eiga það undir góðmennsku Ólafs F.
mbl.is Útilokar ekki samstarf við Frjálslynda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kenning! Svona var og verður atburðarásin í borginni!

Sjálfstæðismenn hófu þreifingar við Svandísi Svavarsdóttur fyrir hönd VG um að hlaupa undan merkjum Rei-listans og mynda meirihluta með D-lista.

Hún var þessu ekki fráhverf í fyrstu en sá fyrir sér fordæmingu allrar vinstri blokkarinnar ef hún gengi að þessu og sprengdi samstarfið.

Þá fengu D-menn hugmynd að fá Ólaf sem undanfara sem tæki á sig skítkastið ef hann fengi sínum málum framgengt og borgarstjórastól sem laun fyrir ágjöfina sem hann hlyti.  Fyrirsjáanlegt yrði að þetta gæti staðið tæpt þar sem óvissa var með hvort borgarstjórnarflokkur F-lista fylgdi með.

Þraukað verður nokkrar vikur með Ólafi, en þá skyndilega verður kynnt samstarf með Svandísi og Vinstri grænum og enn einn meirihlutinn myndaður!

Þau sleppa mildilegar frá þessu , þar sem litið verðu á að þau séu með "heill" borgarbúa í huga að hafa hönd í bagga með "illa þokkuðum" hægri mönnum! Betri sé hálfur skaði en allur!


mbl.is Ung vinstri græn lýsa vantrausti á nýjan meirihluta í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fráleitar hótanir!

Skil ekki hvernig Margréti Sverrisdóttur dettur í hug þessi vitleysa, að einhver nenni standa í nýrri meirihlutamyndun með henni í hvert sinn sem Ólafur forfallast .

Margt hefur nú verið klikkað í borgarmálunum það sem af er kjörtímabilinu, en að þau séu svo vitlaus að standa í daglegum meirihlutamyndunum vil ég ekki trúa, því auðvitað yrði Margrétarstjórnin felld óðara aftur.

Hef reyndar trú á að hinn nýi meirihluti, þ.e. Ólafur F. muni láta reyna á 24. grein laga nr. 45,3.júní 1998, þar sem fjallað er um hvernig varamenn taka sæti. Þ.e. hvort hann geti ekki í ljósi þess að F-listinn er framboð fleiri afla, kallað inn þann varamann næstan á listanum sem er í sama flokki eða samtökum og hann!  Sjá færslu mína hér fyrr!

Trúi varla að Sjálfstæðismenn hafi lagt í þessa vegferð með honum nema hafa hugað að þessum möguleika.

Þeir hafa nú áður sýnt sig í að úrskurða tvíbent orðalag í lagatextum sér í hag!


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband