Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Góð samlíking........... eða hvað?

Óli Björn Kárason og Börn Ingi Hrafnsson voru í kastljósi áðan að ræða hina alvarlegu stöðu efnahagsmála hér og víðar.

Kom þar sögu að rætt var um kröfu margra að menn verði látnir sæta ábyrgð.

Óli Björn benti réttilega á,  fannst mér í fyrstu, að auðvitað hugsaði slökkvilið sem kæmi að bruna fyrst og fremst um að slökkva eldinn, en ekki að eltast við þann sem kveikti í!

Að vissu marki skynsamlega ályktað!

En hvað ef brennuvargurinn er enn á ferð í byggingunni með bensínbrúsa og kveikir jafnóðum nýja elda?

Er þá ekki skynsamlegt að gera hann óvirkan strax ?


Stjórnarslit á morgun?

Ekki samkomulag um neitt , ekki einusinni að reka Davíð!

Össur kom þungbúinn af fundi.

Íhaldið neitar að fara í könnunarviðræður við EB eða lýsa yfir að skoðað skuli um möguleika á aðild svo fljótt sem við uppfyllum skilyrði!

Þinglokkar stjórnarflokkanna funda!


Er einhver á þessari stundu bær , eða fær um að fara yfir útreikninga ávinnings af óheftu flæði útlendinga á íslenskan vinnumarkaði undanfarin ár?

Ég er ekki að taka afstöðu til þess hvað satt er og rétt í þeim efnum. Man að ég var hugsi yfir þeim fullyrðungum fyrir rúmu ári síðan , þegar umræðan um meintan Rasisma Frjáslynda flokksins stóð sem hæst, og fram voru leiddir hagfræðilegir útreikningar á því hvað þjóðarbúið græddi mikið á þessari ofur þenslu vinnumarkaðarins .

Spyr mig hvað það leiddi gott af sér að umfram vinnuafl, gerði okkur kleyft að yfirbyggja húsnæðismarkaðinn og aðra þætti atvinnulífsins og skuldsetja þannig að allt riðar til falls þegar að kreppir!

Nú er þetta ágæta fólk á hraðferð úr landi aftur undan versnandi kjörum hér, ásamt með mörgum innfæddum líklega.  Að flýja það sæla efnahagsástand sem er að hluta afleiðing ofþenslunnar, eða hvað?


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband