Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Plís Ástþór , ekki gera þetta!

Auðvitað viðurkenni ég að það er réttur hvers manns að beita sér fyrir þjóðþrifamálum.

Núna þurfum við hinsvegar ekki á því að halda að gamalkunnir ,þekktir kverúlantar trani sér fram .

 Eftirlátum nýju kraftmiklu fólki sviðið og styðjum það til framboðs gegn gömlu valdaklíkunum sem hafa komið okkur í þennan bobba.

 


mbl.is Lýðræðishreyfingin fundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að hanga sem hundar á roði!

Á stólunum  hanga sem hundar á roði,

hafandi orðið sér stórrar til skammar.

Ingibjörg Solla og Geir sjálfur goði,

gjammandi að þeim sem að segja til vammar.

Eigi skal víkja né flokkinn sinn svíkja,

er sauðheimskur skríllinn á Austurvöll þrammar.

 

 


Að þekkja eða þekkja ekki sinn vitjunartíma!

Magnaður fundur í Háskólabíói í kvöld.

Þarna birtist okkur dagvaxandi óþol almennings gagnvart liðleskjum þeim sem telja sig enn hafa umboð þjóðarinnar til að "stjórna" með undirmálum og leynimakki. Kom það skýrt fram í viðbrögðum við uppástungunni um áheyrnarfulltrúa fólksins í ríkisstjórn og nefndum.

Þetta þótti aldeilis ekki koma til greina! Og hvers vegna haldiði?

Við urðum vitni að lágmennskum tilsvörum sumra þeirra við hreinskiptum spurningum fólksins.

Tilraunir þeirra , sérstaklega Ingibjargar Sólrúnar og Geirs,  til að gera lítið úr þeim skilaboðum sem fundurinn flutti þeim "yfirvaldinu"  sjálfu, voru hraksmánarlega grátbroslegar.

Mér var hugsað til samfylkingarformannsins þegar Margrét Pétursdóttir flutti sitt ávarp. Sá hún sig ekkert í sporum þessarar konu forðum. Áður en valdið spillti?

Þessi fundur færði mér heim sanninn um að ekki verður aftur snúið. Þessi stjórn skal taka pokann sinn fyrr en seinna, og vonandi hafa þau skynsemi Bjarna Harðarsonar og Guðna til að þekkja sinn vitjunartíma og rýma stólana áður en til alvöru upphlaupa kemur í þjóðfélaginu. Að menn beinlínis safni liði og beri þau út úr stjórnarráðinu.

Þeir kumpánar sýndu lofsvert fordæmi, að létta á spennu með að víkja sínum persónum af vettvangi í þágu friðarins í flokknum.

Hefði maður haldið að enn brýnna væri að einstaklingar víki af sviði í þágu friðar með heilli þjóð!

 


mbl.is Láti sig hverfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er maðurinn sem átti að vera löngu farinn vegna trúnaðarbrests við þjóðina...

að rífa kjaft.

Ásakar aðra um óeðlileg vinnubrögð, meðan stjórn sem hefur innan við þriðjungsfylgi hangir trausti rúin í því hlutverki að skafa yfir eigin skít! Þeir bjarga engu þessir ræflar!


mbl.is Önnum kafin við björgunarstörf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og svo telur þetta fólk...

sig þess umkomið að láta fleygja öðrum fyrirvaralaust í tugthús fyrir litlar sakir!
mbl.is Sýslumanni bar að auglýsa deildarstjórastöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðmýkt.

Að berjast í bökkum og bönkum,

og bukta sig djúpt fyrir Dabba.

Það hentar víst best okkur blönkum

 og bölva ei mikið né kvabba.

 


Sjálfstætt fólk!

Sjálfstæður nokkuð er sagður hann Geir,

að setið hann geti til eilífðarnóns.

Vandamál stórt að hann viljum ei meir,

á valdastóli hins arðrænda(alræmda) Fróns!

 


Við þurfum algjöra endurnýjun á Alþingi, annað kemur varla til greina!

Ein af þeim meinsemdum sem hafa leitt til algjörs hruns hér er það óþverrafyrirkomulag sem viðgengst hefur á löggjafarsamkomunni.

Vegna kosningafyrirkomulags hér hefur aldrei verið unnt að ná þeirri endurnýjun í þingliðið hverju sinni til að sporna gegn hrossakaupahefðinni sem þar viðgengst og nýir þingmenn eru eineltir til að undirgangast .

Sjálfur kynntst ég miniútgáfu á þessu fyrirkomulagi er ég hlaut kosningu á stéttarsambandsþing bænda i byrjun tíunda áratugarins. Hlaut kosningu sem fulltrúi Eyfirskra bænda , en þar í sveit hafði ég talað fyrir frekar uppreisnargjörnum sjónarmiðum, gegn ríkjandi kerfi í landbúnaði.

Taldi mér auðvitað skylt að halda mig við þann málflutning þegar til þings kom.

Leið ekki á löngu þar til fulltrúar fóru að taka mig á eintal og gera mér ljóst að svona málflutningur, þ.e. að tala á hreinni íslensku og umbúðalaust úr ræðustól um hvað maður teldi rétt eða rangt í stefnunni hentaði ekki. Jafnvel þótt þeir væru um margt,ef ekki flest sammála mér efnislega , þá einfaldlega væri þetta ekki vænlegt til árangurs.

Menn hinsvegar hittust á göngum og kaffistofum utan hins eiginlega þinghalds og töluðu sig saman um málin og kæmu svo sáttir til fundar, allt klappað og klárt  hver styddi hvaða mál!

Á íslensku þýddi þetta ,ef ég skyldi rétt , Hrossakaup!  Ef þú klórar mér þá klóra ég þér á móti.

Ekkert er ókeypis, skítt með eigin sannfæringu og heiðarleika!

Svona skítafyrirkomulag hefur viðgengist á alþingi alltof lengi, við þurfum algjöra endurnýjun þingheims og nýja kosningalöggjöf sem stuðlar að hraðari endurnýjun þingheims. t.d. með tímatakmörkunum sem koma í veg fyrir slímusetur einstakra þingmanna og ráðherra.

Ég hef stundum sagt og hneykslað með því,- en reynsla getur stundum verið neikvæð, þegar hún er farin að hindra framþróun.


Er sama óvissa um forsendur hliðstæðra aðgerða gegn Sjálfstæðisflokknum?

Flokknum sem hefur unnið óumdeilt efnahagslegt hryðjuverk gegn íslenskri þjóð sl. tæpa 2 áratugi í samstarfi við Framsókn!
mbl.is Alger óvissa um forsendur hryðjuverkalaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afskaplega órökvís og óviðeigandi fannst mér samlíkingin.....

hjá Samfylkingarformanninum  þegar hún líkti því ,að efna til kosninga fljótlega, við björgunarsveit sem færi fram á fund í slysavarnarfélaginu meðan á björgun á strandstað stæði!

Því miður er ríkisstjórnin/Alþingi  ekki stöðu björgunarsveitanna, heldur hefur stöðu Strandkapteinsins sem líklega var drukkinn eða ruglaður við stjórn skútunnar. 


mbl.is Stjórnarsáttmáli heyrir sögunni til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband