Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Ef skrattinn sjálfur byði best mundi ég skipta við hann!

Ætla ekki að líkja þeim ágæta manni Sullenberger við þann vonda sjálfan, en það rifjaðist upp fyrir mér saga úr sveitinni forðum.  

 Og ágætt að hafa þá í huga þá blámóðu hrifningar ímynd sem hin ágæta framsóknarþingkona Eygló Harðardóttir hefur af samvinnuhugsjóninni. Líklega of ung til að muna blákaldan spillingarveruleika þess forms jafn vel og við sem fædd erum um og fyrir miðja síðustu öld.

Þó er skemmst að minnast sorasögunnar um hvernig leyfar blessaðrar hreyfingarinnar sukkuðu með síðustu reyturnar og komu þeim í "rétta" vasa . En nóg um það!

Þegar hér var komið sögu voru hafnir mjólkurflutningar úr sveitum landsins til helst þéttbýlisstaða þar sem samvinnufélög bænda sáu um vinnslu og dreifingu vörunnar.

Bændur sjálfir gjarnan í hverjum hreppi ,eða sveitarhluta stofnuðu með sér flutningafélög og kom fljótt þar sögu að þeir uppgötvuðu þá markaðsleið að bjóða út flutningana. Eðlilega til að lágmarka kostnað.

Einhverju sinni urðu einhverjar meiningar í sveit einni norðanlands hvort rétt hefði verið að taka lægsta tilboði ,sem þar með gerði gamla reynda bílstjórann atvinnulausan, því hann hafði verið svo óheppinnn að bjóða ekki lægsta verðið.

Kom til orðaskipta milli flutningafélagsstjórnarmanns, þekkts og grandvars sómabónda og  mikils samvinnumanns sem kallað var , og annars bónda sem þótti illa farið með gamla bílstjórann.

Gamli ,grandvari gegnsýrði samvinnumaðurinn afgreiddi deiluna í eitt skipti fyrir öll með eftirfarandi rökum.

"EF ANDSKOTINN SJÁLFUR ER MEÐ BESTA TILBOÐIÐ Í MJÓLKURFLUTNINGANA ÞÁ SEM ÉG VIÐ HANN"!

 


mbl.is Hyggst stofna lágvöruverðsverslun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á götuhorninu mínu !

Varð var við undirbúninginn.

Hélt að unnið væri í lagnakerfi bæjarins. Steypu- og malbikssögunarhljóð og hliðstæðir skruðningar frá árla morguns til miðnættis vikulangt.

Rölti á vettvang eitt kvöldið, datt helst í hug mini útgáfa af friðarsúlu Yoko Ono. Fannst ekki veita af!

En þetta er vel til fundið og verður okkur vonandi sem flestum hvatning til að rísa gegn hvers konar órétti af hálfu yfirvalda.

Betur að  Björn blessaður hugaði betur að þessum grundvallar atriðum í þeim atburðum sem brenna heitast á okkur í dag.

Virðist ekki átta sig á hliðstæðunni við fáránleika þess að láta skylda og tengda aðila rannsaka í bönkum og fjármálakerfi. Skylda og tengda þeim sem keyrðu allt í þrot og hljóta að liggja undir grun um margt misjafnt.


mbl.is Minnisvarði um sögulegan dóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reynslan hefur sýnt að Íhaldið hefur ekki haft vit til að ráða efnahagsmálum þjóðarinnar til farsældar!

Hitt er svo annað mál hvort Samfylkingin hefur frekar burði til að ráða þeim hollt.

Líkega verður það þó nauðvörn okkar borgaranna að koma okkur í skjól Evrópu, þótt þar sé örugglega margt ófullkomið líka.

Þessir bláeygu guttar hafa ekki sýnt þá stjórnvisku fram að þessu að þeir geti gert lítið úr ráðum annarra!


mbl.is Hafa ekki tíma fyrir truflun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonandi verður farið að virða trúfrelsið!

Sjáum við fram á betri og siðaðri tíma í umgengni við sjálfsákvörðunarrétt ungmenna hvort, og þá hvaða trúfélagi þau vilja tilheyra þegar þau hafa þroska til að kynna sér hvað stendur að baki hinna ýmsu trúarbragða?

16-18 ára ættu að vera lágmarksaldur til formlegrar skráningar einstaklings í trúfélag.


mbl.is Siðmennt fagnar áliti Jafnréttisstofu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geir , eins og álfur út úr hól?

Fréttablaðið á laugardaginn!

"Forsætisráðherra segir að ekki sé gert ráð fyrir því í lögum að seðlabankastjóra verði vikið úr starfi"

Hér hljóta að gilda í meginatriðum "lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins."

Eina undantekningin sem ég sé í fljótu bragði í lögunum um Seðlabankann ,er varðandi skipunartíma

 23. gr. Í bankastjórn Seðlabanka Íslands sitja þrír bankastjórar og er einn þeirra formaður bankastjórnar. Bankastjórn ber ábyrgð á rekstri bankans og fer með ákvörðunarvald í öllum málefnum hans sem ekki eru öðrum falin með lögum þessum.
Forsætisráðherra skipar formann bankastjórnar Seðlabankans og aðra bankastjóra til sjö ára í senn. Ekki er skylt að auglýsa þessi embætti laus til umsóknar. Aðeins er heimilt að skipa sama mann bankastjóra tvisvar sinnum. Þó má skipa bankastjóra sem ekki er formaður bankastjórnar og er á síðara skipunartímabili sínu formann bankastjórnar til sjö ára. Um endurskipun gilda ekki ákvæði laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

Lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

1996 nr. 70 11. júní

 

 I. hluti. Almenn ákvæði.
I. kafli.
Gildissvið laganna.
1. gr. Lög þessi taka til hvers manns sem er skipaður, settur eða ráðinn í þjónustu ríkisins til lengri tíma en eins mánaðar, án tillits til þess hvort og þá hvaða stéttarfélagi hann tilheyrir, enda verði starf hans talið aðalstarf.
Ákvæði II. hluta laganna taka þó einvörðungu til embættismanna, sbr. 22. gr., og ákvæði III. hluta einvörðungu til annarra starfsmanna ríkisins.
Ef ekki er annað tekið fram er með hugtakinu „starf“ átt við sérhvert starf í þjónustu ríkisins sem lögin ná til, en með hugtakinu „embætti“ er einungis átt við starf sem maður er skipaður til að gegna, sbr. 22. gr.
2. gr. Lög þessi taka ekki til forseta Íslands, ráðherra eða alþingismanna. Lögin taka til hæstaréttardómara og héraðsdómara eftir því sem við getur átt.
Lögin taka ekki til eftirgreindra starfsmanna:
   1. starfsmanna hlutafélaga og annars konar félaga, einkaréttareðlis, jafnvel þótt þau séu að öllu leyti í eigu ríkisins,
   2. starfsmanna stofnana sem að einhverju eða öllu leyti eru í eigu annarra en ríkisins, þar á meðal sjálfseignarstofnana, jafnvel þótt þær séu einvörðungu reknar fyrir framlög frá ríkinu.
3. gr. Sérákvæði í lögum, sem öðruvísi mæla um réttindi og skyldur einstakra flokka starfsmanna, skulu haldast.
4. gr. Nú verður ágreiningur um gildissvið laga þessara og sker fjármálaráðherra þá úr. Ef starfsmaður eða annar sá sem í hlut á vill ekki hlíta úrskurði ráðherra getur hann borið málið undir dómstóla.

V. kafli. Skyldur.
14. gr. Starfsmanni er skylt að rækja starf sitt með alúð og samviskusemi í hvívetna. Hann skal gæta kurteisi, lipurðar og réttsýni í starfi sínu. Hann skal forðast að hafast nokkuð það að í starfi sínu eða utan þess sem er honum til vanvirðu eða álitshnekkis eða varpað getur rýrð á það starf eða starfsgrein er hann vinnur við.
Starfsmanni er skylt að veita þeim sem til hans leita nauðsynlega aðstoð og leiðbeiningar, þar á meðal aðbenda þeim á það, ef svo ber undir, hvert þeir skuli leita með erindi sín.
 

25. gr. Nú er maður skipaður eða settur í embætti og ber þá að líta svo á að hann skuli gegna því þar til eitthvert eftirgreindra atriða kemur til:
   1. að hann brýtur af sér í starfinu svo að honum beri að víkja úr því;
   2. að hann fullnægir ekki lengur skilyrðum 6. gr.;
   3. að hann fær lausn samkvæmt eigin beiðni, sbr. 37. gr.;
   4. að hann fær lausn vegna heilsubrests, sbr. 30. gr.;
   5. að hann hefur náð hámarksaldri, sbr. 33. gr.;
   6. að skipunartími hans skv. 23. gr. er runninn út, nema ákvæði 2. mgr. eigi við;
   7. að setningartími hans skv. 24. gr. er runninn út;
   8. að hann flyst í annað embætti, sbr. 36. gr.;
   9. að embættið er lagt niður, sbr. 34. gr.
 

Leturbreytingar eru mínar.


Lausmáli seðlabankastjórinn lærir loksins að þegja!

Hann hefur gapað oft um of,

 og gráu ofan í svart þá bætt,

Ó-síngjarn er á sjálfsins lof,

þá Sjólinn í viðtöl hefur mætt.

 

Kannske  er stundin komin hér,

 ei karli sé lengur málið tært.

Á Svörtuloftum þó sýnist mér,

að Soldán þessum sé varla vært.


mbl.is Davíð ber fyrir sig bankaleynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband