Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Nú ár er liðið !

Síðan ég stofnaði þessa bloggsíðu og setti inn fyrstu færsluna. En það var 10.apríl 2007 kl 23,35 sem fyrsta innleggið mitt birtist hér,en skráður stofntími er 23,05. 

Færslurnar eru síðan orðnar 112 skv. færslulista,ef þessi er meðtalin og flettingar rétt rúmar 8000, sem telst víst ekki mikið miðað við margan bloggarann. Kannske sólarhringsfletting hjá þeim mest skoðuðu!

Hér er auðvitað ekki um neinn merkisatburð að ræða, en ákveðin tímamót samt. Reiknaði ekki með að halda svona lengi út. Hef bloggað eitthvað flesta mánuði, ef undanskilinn er septembermánuður .

Af þessu tilefni ætla ég að sleppa því að hnýta í nokkurn í þessar færslu.Grin

En semsagt  til hamingju með áfangann ,að halda út árið!


Ránfuglar íhaldsins vilja hremma Súlur og Hlíðarfjall!

Ég hef lengi undrast þá framgöngu fjármálaráðherra sjálfstæðisflokksins(kommúnistaflokks Íslands) að vilja þjóðnýta þinglýstar lendur annarra ,einstaklinga og sveitarfélaga.

Þetta flokksóbermi kennir sig við einstaklingsfrelsi og virðingu fyrir einkaeignarréttinum.

Þvílík öfugmæli , að skynsamt fólk skuli endalaust láta hafa sig í að kjósa þessa vitleysinga sem löngu eru búnir að drulla yfir gömul gildi flokksins.Errm

Skammist ykkar Geir H.Haarde og Árni Mathiesen,!


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband