Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Hugarfarsbreyting!

Nú eru menn unnvörpum að átta sig á fáránleika ofurlaunastefnunnar.

Auðvitað getur verið réttlætanlegt að hafa nokkurn launamun, einhver hvati þarf að vera til að fólk leiti sér menntunar og fái metnað til að sækjast eftir stjórnunarstörfum.  Hitt hef ég aldrei skilið, að í heimi , þar sem margur hefur vart til hnífs og skeiðar sé talið réttlætanlegt að greiða einstaklingum í tugavís margföld nauðþurftarlaun.

Ég stakk uppá því fyrir rúmum 20 árum , á fundi með Þorsteini Pálssyni þ.v. forsætisráðherra, að fyrirtæki yrðu látin gjalda þess skattalega ef þau greiddu sínum silkihúfum úr hófi fram í launum og öðrum viðurgerningi. Sló þessu fram í hálfkæringi, en þó með ákveðnum undirtón.

Á þeim árum  voru erfiðir tímar sem oft áður og atvinnuþref, og margur vanhaldinn í launum meðan aðrir töldu sér sæma að þiggja margfalt umfram þarfir, gjarnan þeir sömu og þóttust ekki hafa efni á að greiða starfsmönnum sínum nauðþurftartekjur.

Skipti náttúrulega engum togum, að "frelsispostulinn íhaldsins" Þorsteinn P. vildi senda mig rakleiðis til Síberíu, ef ég væri þá einu sinni tækur þangað.  "Það ríkti jú samningsfrelsi í landinu"!

Gott ef ekki var nýbúið að ómerkja kjarasamning einhverra við ríkið með bráðabirgðalögumAngry.


mbl.is Vilja lækka laun stjórnenda lífeyris VR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nöturleg úrræði ríkisstjórnarinnar. Heimilin niðurlægð og svívirt!

Get varla orða bundist yfir málflutningi Gylfa viðskiptaráðherra og hans félaga á stjórnarheimilinu.

Þessi dásamlegu úrræði þeirra einstaklingum og heimilum til handa , snúast mest um að niðurlægja og smána það fólk sem nú þarf að bera  þann kross sem er arfleifð óhæfrar stjórnar síðustu ára sem og ófyrirleitinna bankabófa sem fengu óáreittir að starfa í skjóli þeirra.

Því til viðbótar skulum við smælingjarnir varanlega hnepptir í skuldafangelsið í þágu þessara fyrirlitlegu peningaafla sem hafa platað okkur uppúr skónum!

Gylfi reyndi að afgreiða alla sem fífl sem tóku lán í erlendri mynt. En þá hlýtur að vakna spurning?

Ef það var vitað að allt mundi hrynja svona svakalega, því var fólk ekki varað við ,eða þessi lánaleið hreinlega bönnuð'

Einu forsendurnar til að heimska fólk og nánast kalla bjána, er að þetta hafi verið vitað í kerfinu og nánast talið víst, að menn væru að taka meira en ca. 25-50% gengisáhættu, og þá  er augljós sekt stjórnvalda að hreinlega stoppa þetta ekki af!


mbl.is Aðgerðir ríkisstjórnar ganga of skammt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband