Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010

Hvaða boðvald þykjast þessir aðilar hafa yfir forsetanum?

Manni verður æ ljósari ástæðan fyrir óförum okkar íslendinga. Nefnilega sú staðreynd að hér virðast skipast til áhrifa allrahanda miður gefið fólk sem veit ekki sín mörk.

Þetta virðast bjálfar meira og minna, nú síðast Jóhanna sem ætlar að setja öðrum siðareglur á sama tíma og hún er ekki dómbær á eigin spillingu og sinna samflokksmanna.

Maður veit eiginlega ekki hvort maður á að hlæja eða gráta að heyra  margt sem bullað er á þeim bænum. Á sama tíma dettur þessu fólki ekki í hug að sýna þann siðferðilega styrk að axla ábyrgð á augljósum eigin mistökum og skertu siðferði.  Jóhanna sem einn af aðalhrunráðherrunum , og þau bæði  Steingrímur og hún fyrir að brjóta freklega gegn þjóð og þingi í Icesavemálinu.

Þá eru ótalin  öll svikin við fólkið í landinu um s.k. skjaldborg um heimilin sem hefur í raun reynst hin verstu öfugmæli.


mbl.is Forsetinn sniðgekk tilmæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bullarar vaða uppi!

Nöturlegt er að til skuli fólk sem kaupir þetta kjaftæði, að forsetinn einn og sér sé að skaða stórkostlega með því að greina frá í viðtölum við erlenda fjölmiðla því sem hann veit sannast og réttast um íslenska náttúru og þær hættur sem geta af henni stafað!

Þetta hatur , sem síðan er reynt að magna upp á upplognum forsendum um áhrif ummæla hans er aldeilis forkastanlegt. Engar raunhæfar tölur eru til um skaða af völdum þess arna, eða að þau yfirhöfuð valdi skaða.  Fréttamennska moggans og upphrópanir ýmissa í stétt ferðaþjónustu  jaðra við að varða við lög. Komi þetta fólk bara með grjótharðar sannanir fyrir þessu sem fullyrt er eða heiti ómerkingar og ræflar ella! 

Ljóst er að umheimurinn er ekki heimskur, og þær upplýsingar sem fyrir lágu áður en forsetinn svaraði aðspurður eftir  bestu getu, hafa auðvitað haft áhrif. 

Ég endurtek! Sanniði þetta óvéfengjanlega!


Vandlifað fyrir forsetann!

Nú þegar hann kýs að vera raunsær og taka ekki þátt í einhverjum blekkingarleik til að narra fólk utan úr heimi, þá er hann lastaður fyrir það!
mbl.is Gosið nú lítið annað en æfing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Illa gefið undirmálsfólk, eða hvað?

Að þessi manneskja af öllum skuli voga sér að vera með svona pælingar, nýbúin nánast að skíta á sig með vanhugsuðum vinnubrögðum sem ráðherra!

Ólafur á svosem alveg fyrir því að fá einhverjar ákúrur,  en það er vandlifað í hans stöðu. Ekki svo litlar ákúrur hefur hann fengið fyrir að hafa skoðun á stjórnun landsins. En svo þegar karlinn leyfði sér að trúa því að önnur stjórnvöld landsins væru að gera rétt, og telur sér óhætt að hlynna að því, þá fær hann líka á baukinn fyrir að vera ekki gagnrýninn og segja stopp.

Svo kemur á daginn að þetta var allt vitleysa sem hefur rústað okkur fjárhagslega, og blessað fólkið sem þótti hann helvíti gagnlegur að stoppa af gerræðislega lagasetningu Davíðs nokkurs og fylgifiska vill endilega samþykkja umræðulaust að við , þjóðin, tökum á okkur allar þær byrðar sem við mögulega getum á okkur tekið.  Virðist helst hafa átt að leyfa kjósendum að svíða sem lengst undan óstjórninni þeirra Sjálfstæðismanna í pólitískum tilgangi, semsagt til að geta reglulega minnt á fyrir hverjar kosningar að þetta væri þeirra arfleifð!

En svo, auðvitað, stóð Forsetinn með þjóð sinni í þetta sinn sem hið fyrra , og lét ekki Gungur þær og Druslur sem lúffuðu fyrir Bretum og Hollendingum troða þessum skít óþvegnum ofan í þjóð sína.

Þá bregður svo við að þessi ómenni fara í hatursherferð gegn þessum sínum fyrrum bandamanni!

Svei þessum pakki, þau eru lítilla sanda og sæva.


mbl.is Ofbauð viðbrögð forseta Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gnörrungar allra flokka sameinist!

Hef ekki áhyggjur af því að s.k. grínframboð sem þetta muni standa sig verr við stjórnun sveitarfélaga en þau aulaframboð í raun, sem hingað til hafa víða verið að spreyta sig.

Er ekki augljóst að framboðið er alvöru, þar sem gefin eru loforð um margt furðulegt, en jafnframt nánast lofað að svíkja kosningaloforðin!


mbl.is Besti flokkurinn fengi 14% og tvo menn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smalamennska !

Það er víst ekki síður erfitt að smala hænsnum en köttum, hvað þá fyrir hænsnin í samfylkingunni að smala köttum! 

 

Köttum að smala kúnst er nokk,

krötum það reynist erfið þraut.

Hænsnin þá fara á harðabrokk,

hefja sig upp í efstu skaut.


BYMUR !

Svo ég falli í þá gryfju sem ég sjálfur hef gagnrýnt aðra fyrir að lenda í,  semsagt ótímabæran kjaftavaðal um heiti á hinu nýja, fjalli,felli, hól eða gíg, sem myndast hefur á Fimmvörðuhálsi, þá legg ég til ofanritað heiti.

 Þessu heiti hef hvergi fundið stað annarsstaðar en í mállýsku okkar s.k. Tjarnalandsbræðra forðum.

Semsagt BYMUR var uppdigtað heiti okkar á ólmum þarfanautum sem gjarnan drundi í þegar sá gállinn var á þeim.  Til mótvægis var kvenkynið BAMA, kýrin.

Hef ekki fundið þetta orð t.d. í orðabanka íslenskar málstöðvar.

Þykir reyndar með ólíkindum að þetta orð, Bymur sé ekki til í íslensku máli.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband