Bloggfærslur mánaðarins, september 2010

Siðlausir sóðapólitíkusar!

Verðandi vitni af þeirri SKJALBORG sem meintir meðsektarmenn hrundólga og hrunráðherra ætla að slá um þá , til að forða þeim frá réttlátum landsdómi sem er auðvitað full og brýn nauðsyn á að fái tækifæri til að meta hvort einhverjir hafi brotið gegn lögum um ráðherraábyrgð, þá verður manni meira og meira ljóst ,að þetta fólk allt saman er alveg bullandi vanhæft að fjalla um þetta mál á þingi!

Jóhanna toppaði bullið allt með sínu útspili í gær. Þessi kona ,sem að öllu líkum ætti sjálf að sæta ákæru ásamt Össuri og jafnvel fleirum, ætti að sjá sóma sinn í að víkja sæti við þessa umræðu!

Auðvitað þarf að kalla inn varamenn fyrir allt það fólk á þingi sem hugsanlega tengdist eitthvað ákvarðanatöku stjórnvalda í aðdraganda hrunsins.

Burtu með þau öll , allt annað er sóðaspilling .


Fáheyrður málflutningur vegna Geirfuglsstyttu!

Það er ekki hægt annað en undrast þetta kjaftæði sem haldið er fram að einhver hugmyndstuldur hafi átt sér stað .

Geirfugl var nú bara einu sinni Geirfugl og þær útgáfur sem menn hafa sem fyrirmyndir í dag , þegar endurskapa skal ímynd þessa fugls eru ekki margbrotnar. Örfá eintök uppstoppuð eru fyrirmyndin og því ekki við mikilli fjölbreytni að búast ætli listamaður að endurskapa eitthvað sem minnir á þá.

Að einhver einn listamaður geti fengið nk. einkarétt á þeirri listsköpun er mér óskiljanlegt. 

Af þeim myndum sem ég hef séð af þessum fuglum tveim,er fráleitt um algjöra kópíu að ræða.

Ef ég t.d. yrði fyrstur manna til að gera einhverskonar styttu af marglyttu, mætti þá ekki nokkur annar maður í öllum heiminum spreyta sig á því verki? Eða allavega ekki hafa sína styttu neitt líka marglyttu, að því gefnu að mín stytta líktist þeirri lífveru?


mbl.is Geirfuglum fjölgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband