Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2012

Hvað með klúður af hálfu forseta áður?

Er að velta fyrir mér hver ber ábyrgð á því klúðri að leyfa fjórskipta atkvæðagreiðslu um hverjir skyldu dregnir fyrir landsdóm á sínum tíma! Voru það þingtæk vinnubrögð, ef svo má segja?

Allir sjá í dag að þar voru aðlamistökin gerð. Auðvitað átti ekki að koma til greina annað en kjósa um tillögu um þessi 4 fyrir landsdóm í einum pakka, til samþykktar eða synjunar.

Við þá aðferð sem viðhöfð var , hefði mögulega getað komið upp sú staða að t.d. Björgvin G Sigurðsson einn hefði verið fyrir landsdómi. Sá ráðherrann sem var sniðgenginn og lítisvirtur, og haldið frá eldlínunni af hinum þegar mest lá við.

Sáu menn ekki hve fáránlegt þetta var. Tilviljun ein réð að það varð þó sá sem mesta ábyrgð bar sem lenti í gapastokknum!


mbl.is Lýðræðisleg niðurstaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn upphefst gólið!!!

Nánast alltaf þegar netsöfnun undirskrifta til stuðnings, eða eftir atvikum gegn tilteknum mönnum eða málefnum er í gangi koma fram spekingar sem reyna að niðra þessar safnanir og ganga jafnvel svo langt að játa á sig lögbrot sínum málflutningi til framdráttar.

Þetta er þvílíkt bull, því að hér er auðvitað ekki um lögformlegar kosningar að ræða sem hafi skuldbindandi áhrif, heldur viðhorfskannanir til að fá lauslega hugmynd um fylgi við tiltekinn einstakling eða málstað.

Viðkomandi, einstaklingur eða aðstandandi málefnis hefur svo í hendi sér að meta trúverðugleika útkomunnar.

Það er staðreynd að ekki nándar nærri allar svona safnanir skila árangri! Og hvers vegna?

Vegna þess að málefnið nýtur ekki stuðnings.

 Ættu ekki allir að geta bara svindlað og kosið ómælt um eigin hugðarefni í nafni annarra , ef það er svona auðvelt?


Skil ekki þetta óðagot!

Horfði á ógeðfellda mynd um iðnað í kringum s.k. staðgöngumæðrun . Peningamenn með græðgisglampa í augum berandi sæðisbrúsa milli landa, frá USA og fleiri löndum til Indlands þar sem konur voru sæddar eins og hver önnur húsdýr og þær síðan geymdar eins og beljur á bás á meðgöngunni. 

Frekar ógeðfellt og andstyggilegt á að horfa. Fengu eitthvað lítilræði fyrir, miðað við hvað dílerarnir hirtu.

Börnin tekin með keisaraskurði þegar einhverjum dólgum hentaði. Ómanneskjulegt hvernig börnin voru svo rifin af meðgöngumæðrunum sem sátu eftir sundurristar með tár á hvörmum.

Nei hér þarf að fara varlega og ekki ana  að neinu. Þetta var hálfu ógeðfelldara en nokkur vændismiðlun fannst mér. 


mbl.is Frumvarp samið um staðgöngumæðrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þessi maður má fara!

Vanviti af þessari stærðargráðu hefur varla sést innan íslenskrar stjórnsýslu fyrr, og er þó af nógu að taka.

Fái sér bara aðra vinnu ef óánægður hér.

 Hann er ekki ósmissandi, öðru nær. Allavega ljóst að þetta vaxtaflón getur ekki gengt stöðu seðlabankastjóra meðan málaferlin standa!


mbl.is Már í mál við Seðlabankann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband