Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2013

Verðtrygging eða ekki,-Hversvegna má peningaeign ekki rýrna eins og aðrar eignir?

Það kostar að varðveita og viðhalda eignum í flestu formi. Því ætti peningaeign ein og sér aðeins að raka að sér meiri peningum? 

Það er ekkert sjálfsagt að menn geti legið eins og ormar á gulli og margfaldað eignir í peningaformi, nánast án fyrihafnar, meðan kostar fúlgur fjár að varðveita og viðhalda öðrum eignum.  Gull, fasteignir, bílar, jarðeignir, nánast allt sem menn sanka að sér kostar fúlgur fjár að viðhalda og varðveita. 

Auðvitað verða menn að sjá sér einhvern hag í að leggja til hliðar og geyma það sem ekki þarf til daglegra þarfa og þar með að opna á möguleikann að miðla öðrum til lengri eða skemmri gegn hóflegu gjaldi, en að þetta þurfi að vera einhver hraðvirk auðsöfnunarleið án þess að til komi einhver verðmætasköpun í formi vinnuframlags og eða framleiðslu þess sem leggur til hliðar, á ekki að vera neitt heilagt markmið! Svo heilagt að það leyfi að gera lántakendur að ánauðugum þrælum.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband