Fáheyrður málflutningur vegna Geirfuglsstyttu!

Það er ekki hægt annað en undrast þetta kjaftæði sem haldið er fram að einhver hugmyndstuldur hafi átt sér stað .

Geirfugl var nú bara einu sinni Geirfugl og þær útgáfur sem menn hafa sem fyrirmyndir í dag , þegar endurskapa skal ímynd þessa fugls eru ekki margbrotnar. Örfá eintök uppstoppuð eru fyrirmyndin og því ekki við mikilli fjölbreytni að búast ætli listamaður að endurskapa eitthvað sem minnir á þá.

Að einhver einn listamaður geti fengið nk. einkarétt á þeirri listsköpun er mér óskiljanlegt. 

Af þeim myndum sem ég hef séð af þessum fuglum tveim,er fráleitt um algjöra kópíu að ræða.

Ef ég t.d. yrði fyrstur manna til að gera einhverskonar styttu af marglyttu, mætti þá ekki nokkur annar maður í öllum heiminum spreyta sig á því verki? Eða allavega ekki hafa sína styttu neitt líka marglyttu, að því gefnu að mín stytta líktist þeirri lífveru?


mbl.is Geirfuglum fjölgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað má Guð segja um báða þessa þjófa á hans höfundarverki.

Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 6.9.2010 kl. 02:52

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég get ekki verið meira sammála.

Jóhann Elíasson, 6.9.2010 kl. 05:19

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er bara fyndið að mínu mati.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.9.2010 kl. 14:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband