Vonandi koma þessir álfar ekki til með.....

að hafa neitt um breytingar á stjórnarskrá að segja nema sem almennir kjósendur þegar til kemur!

Þetta eru einfaldlega þvílíkir ómerkingar og umskiptingar,- í tilfelli Steingríms,  að það hálfa væri nóg.  Auðvitað má eitthvað slípa til ákvæðin um meðferð forseta á þessum rétti sem hann hefur sem fulltrúi hins almenna kjósanda. En sannast hefur hversu mikilvægt þetta ákvæði til að veita óhæfum yfirgangssömum stjórnmálamönnum aðhald.

Til að komast hjá svona krísum sem þau skötuhjú stjórnarinnar og Fjölmiðlalagafarsastjórnin forðum lentu í,  er aðeins eitt ráð. Nefnilega að sitjandi stjórnir hverju sinni vandi sína málsmeðferð og taki tillit til hins eiginlega valdhafa, fólksins í landinu! Hlusti á fólkið!

Vonandi tekst að bera þetta lýðræðisfjandsamlega fólk út úr stjórnarráði og alþingi fyrr en seinna!


mbl.is Vill breyta 26. greininni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já við þurfum að losna við þetta fólk sem fyrst.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.2.2011 kl. 16:29

2 Smámynd: Rauða Ljónið

Auðvita vill Steingrímur afnema lýðræðið frá Íslendingum og færa það til ráðherra eins og alræðisstjórnir hafa gert fyrirmyndin er sótt til systurflokkana í Egiptalandi Túnis og Líbýu og ógnastjórnir í miðausturlöndum eftirvill er fyrir mynd hans Gaddafi.

Þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks var við völd hafi einmitt verið reynt að vinna að því að breyta 26. greininni, við mikla andstöðu þeirra sem nú sitja við stjórnarvölinn, og vísaða ég þá til umræðna í tengslum við synjun Ólafs Ragnars Grímssonar á fjölmiðlalögunum árið 2004.

Rauða Ljónið, 22.2.2011 kl. 16:36

3 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Svo sannarlega Ásthildur. Maður á eiginlega bágt mð að taka ekki stórt uppí sig með gífuryrðum um hvað þetta fólk er asnalega þenkjandi og ómerkilegt.  Veit að það er ekki málefnalegt og stilli mig því

 Steingrímur er auðvitað alveg síðasta sort hvernig hann hefur umpólast miðað við uppgefin sjónarmið um margt meðan hann var bara spriklandi stjórnarandstöðustrákur. Líklega leitun að ómerkilegri pappír í stjórnmálum í dag og er þó af nógu að taka!

Kristján H Theódórsson, 22.2.2011 kl. 16:39

4 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Það má nú taka fram að engar breytingar eru gerðar á stjórnarskránni nema í kjölfar samþyktar fari alþingiskosningar. Ég held að núverandi stjórnarflokkar séu ekki tilbúnir í svoleiðis.

En í stjórnarskránni er þessi grein...

79. grein

Tillögur, hvort sem eru til breytinga eða viðauka á stjórnarskrá þessari, má bera upp bæði á reglulegu Alþingi og auka-Alþingi. Nái tillagan samþykki, skal rjúfa Alþingi þá þegar og stofna til almennra kosninga að nýju. Samþykki Alþingi ályktunina óbreytta, skal hún staðfest af forseta lýðveldisins, og er hún þá gild stjórnskipunarlög.

En einhvernveginn finst mér að ég hafi lesið þessa grein áður en þá hafi verið kveðið á um að landsmenn ættu að kjósa um breytinguna.

Kveðja

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 22.2.2011 kl. 17:20

5 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Sem betur fer erum við þokkalega varin gegn gerræði svona þokkapilta og undirmálsfólks sem þeir Steingrímur ,Bjarni og fleiri opinbera sig að vera.

Held að verði lítil hætta á að þessir menn fái endurnýjað umboð til setu á alþingi!

Kristján H Theódórsson, 23.2.2011 kl. 10:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband