Ekki upplitsdjarfur LÍÚ formaður, enda málstaðurinn slæmur!

Frekar hvimleitt að þurfa að hlusta á fjandans bullið í fulltrúum sægreifanna, ódámum íslenskra sjávarbyggða, að þykjast ekki sjá samhengið milli hins ólánlega kvótakerfis og ógæfu margra sjávarbyggða hringinn í kringum landið.  Kvótakerfis sem sannanlega hefur ekki byggt upp veiðistofnana, nema síður sé!

Björgólfur Jóhannsson var í hlutverki hins ótrúverðuga talsmanns vitleysunnar ,sem þjónar aðeins hagsmunum umbjóðenda hans en ekki þjóðarinnar í heild, í Kastljósþætti á móti Grétari Mar í kvöld.

Heyra svo þessa menn gefa í skyn að engar tækniframfarir hefðu orðið í greininni ef þetta fjandans afætukerfi hefði ekki komið til.  Bull !

Það blasir auðvitað við hverjum skynsömum manni, að auðveldara yrði að endurreisa veiðar og vinnslu í plássi þar sem einn rekstraraðili fer á á hausinn, ef ekki þarf hverju sinni að kaupa veiðiheimildirnar dýrum dómum á uppsprengdu ofurverði sem er komið langt fram úr því sem raunhæft getur talist. Greiða þannig óverðugum offjár fyrir að fá að stunda þann rekstur áfram sem grundvallaði byggðina frá upphafi vega.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála.  Þetta er ótrúlegt.  Og þeir hanga á lyginni einni saman, og komast upp með það. Svei!

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.5.2007 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband