Ætlað samþykki! Hættuleg aðför að frelsi einstaklinga?

Nú heyrir maður vangaveltur heilbrigðisstétta og fleiri um að túlka það samþykki fyrir notkun líffæra manns í þágu annarra, ef svo vildi til að maður kveðji þetta líf með einhverjum  nothæfum vefjum í líkamanum, nema maður beinlínis banni það  meðan maður er lífs!

Minnir svolítið á aðfarirnar við stofnun íslenskrar Erfðagreiningar á sínum tíma, þegar ofbeldismenn þáverandi stjórnarflokka fóru fram með hroka gagnvart almenningi og sneru réttindamálum á hvolf. Rökin voru jú sú að læknaskýrslur væru hvort sem er ekki það vel vaktaðar, að hægt væri að stelast í þær ef menn hefðu vilja til.

Líklega eru rökin í þessu máli þau, að líffæraþjófnaður sé hvort eð er stundaður  í miklum mæli ,bæði úr látnum og lifandi, því sé best að blessa yfir athæfið, hafi menn ekki fyrirfram látið þinglýsa yfirlýsingu um að ekki megi leggjast á hræið!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ ég hef ekki komið í verk að gefa mitt samþykki fyrir því að nota megi einhverja parta úr mér.  Þetta er einhvernveginn óviðfeldin hugsun.  En er ekki betra að einhver njóti þess sem til er, ef maður er hvort sem er dauður.  Hvaða máli skiptir hvað af manni fer ofan í gröf.  Eða þó eitthvað nýtilegt vanti þar upp á.  Ef það verður einhverjum öðrum til góðs og lengra lífs.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.6.2007 kl. 09:20

2 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Það er ekki vandamálið af minni hálfu, að mér þætti neitt verra að einhverjum nýttist hræið af mér eftir minn dag. Það eru ekki allir þeirrar meiningar hinsvegar, og aðalmálið er að það má aldrei verða sjálfgefið að "stóri bróðir" geti valsað svona um okkar helgustu vé.

Ég veit að ég er að fara út á hálan ís í samlíkingum! - en hvað  segja menn um að menn gætu reiknað með ætluðu samþykki karla og  kvenna við kynmökum, ef aðilar tilkynntu  ekki alltaf sérstaklega fyrirfram ,að þau væri ekki til í tuskið!

Kristján H Theódórsson, 7.6.2007 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband