Opinberum lítilmennsku okkar og öfund! Mótmælum sjálftöku ofurlauna í Seðlabankanum og víðar!

Oftast er reynt að kveða í kútinn gagnrýnendur hárra launa hjá Stjórnendaelítunni í sem öfundsjúkt undirmálsfólk sem geti ekki unnt "duglegum snillingum" þess að bera meira úr býtum en allur almenningur!

Þeim sé þetta bara sjálfsögð umbun fyrir snilli sína og afburða greind við að leiða okkur hin til betra lífs.

Á sama tíma er stjórnunin hjá þessum snillingum gjarnan þess eðlis að  efnahagslífið hangir á bláþræði, og þessar hetjur , sem verðskulda háu launin , fá ekki rönd við reist.

Verðbólgan æðir upp, og vextirnir sem þessir snillingar ákveða gera okkur undirmálsfólkinu lífið leitt. Skerða okkar fáu krónur ,sem við höfum til framdráttar lífinu , enn og aftur, en hvað varðar þá um það.

Þetta eru einfaldlega fæddir snillingar og eiga margfalt skilið þessi ofurlaun sem við erum að öfundast yfir.

En fyrir hvað?- það er svo önnur saga.  Líklega afþví bara!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ætli Dabbi taki ekki bara peningana sína út úr Seðlabankanum af hneykslun................ nei en það er sennilega ekki hægt  Og svo er hann líka hinu megin við borðið núna

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.6.2007 kl. 17:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband