Geir ekki vel tengdur?

Í þjóðhátíðarræðu ræddi Forsætisráðherra vor hið dásamlega fiskveiðistjórnunarkerfi sem hefur svo marga kosti,( sem enginn getur samt með rökum bent á hverjir eru).

Þá nefndi hann að menn heimtuðu endalaust að fá  að veiða meira og meira, og það sæi hver heilvita maður að gengi ekki!

Staðreyndin er hinsvegar sú að menn eru að berjast gegn því að mega veiða minna og minna!

Ólíkt vitrænni virðist manni hátíðarræða nýafsetts ráðherra, Sturlu Böðvarssonar ,hafa verið vestur  á Ísafirði. Kannske er nauðsyn að sparka öðru hvoru undan mönnum stólunum svo þeir sjái ljósið!  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já og nú Einar Oddur, það þarf að skoða allt kerfið upp ánýtt með opnum huga segir hann.... svona korteri eftir kosningar eins og venjulega, þá geta þeir talað hátt og digurbarkalega.  En mér fannst eftirtektarvert að Geir sagði að ríkisstjórnin stæði algerlega við bakið á sjávarútvegsráðherra.  Er einhver ástæða til að taka svoleiðis til orða ? ætli það beri ekki þess merki að eitthvað finnist þeim nú að. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.6.2007 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband