Tröllskapur og heimska?

Að hlusta á umræðuna um vanda sjávarútvegs gerir mann alveg gáttaðan.

Hafró hefur fengið Hagfræðistofnun til að reikna sér í hag ,hvernig við getum stórgrætt á að leggja  hérumbil af veiðar hér við land í nokkur ár. Tómur gróði af því að hætta þessari fiskveiðivitleysu. En sjálfsagt verður samt áfram verslað með kvóta uppá vonina um betri daga þegar allur fiskur í sjónum verður sjálfdauður af fæðuskorti vegna ofsetinna haga þar.  Það mun auka hagvöxtinn ómælt býst ég við.

Gott ef ekki verður margföldun á verði heimildanna, því LÍÚ menn sem vilja fá að segja Hafró mönnum sem mest fyrir verkum, væntanlega sem sérstaklega hlutlausir aðilar sem hafa engra hagsmuna að gæta.  Munu ákveða að Hafró ábyrgist 300-400 þús. tonna  veiði þorsks næstu árin eða áratugina á eftir að fitun fiskistofna í ofsetnu hafinu hefur náð hámarki!    Kannske verðum við samt að leyfa auknar veiðar ýmissa smáfiska af matseðli þorsksins , s.s loðnu ,kolmunna o.fl. til að halda flotanum í einhverju brúki þessi mögru ár.

  Sumir eru svo skýrir að sjá að auðvitað sé það best að "HAGSMUNAÐILAR" ráði sem mestu um rannsóknir sem lúta að aðgengi þeirra að náttúruauðlindum.

Hagfræðistofnun Háskóla Íslands er auðvitað sérstaklega trúverðugur aðili til að reikna þetta út , enda Ragnar Árnason þar hæstráðandi , alveg sérstakur talsmaður og aðdáandi hins íslenska fiskveiðistjórnunarkerfis gegnum tíðina.  Enginn þarfa að láta sér detta í hug að það hafi minnstu áhrif á niðurstöðu stofnunarinnar!

Svo koma stjórnmálamennirnir fram hver á fætur öðrum og segjast auðvitað ekki geta gengið gegn þessum miklu vísindum! Geir var auðsjánalega mikið létt, að hafa álit Ragnars kvótaaðdáanda og félaga á bak við sig og sjávarútvegsráðherrann , þegar þeir tilkynna ákvörðun sína um slátrun nokkurra byggðarlaga á landsbyggðinni á næstu dögum! 

Þetta verður jú allt svo þjóðhagslega hagkvæmt!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Frændi.

Þetta er frábært innlegg hjá þér, ég hugsa að ég steli því í heilu lagi og birti á minni síðu og að sjálfsögðu mun ég geta heimilda. Það þurfa fleiri að vakna og sjá málin eins og þau eru.

Júlíus Freyr Theodórsson (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 11:37

2 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Takk frændi, það er guðvelkomið að útbreiða þessa visku mína:)

Kristján H Theódórsson, 28.6.2007 kl. 17:46

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Þú ættir að skilja þetta betur en flestir aðrir enda veistu það ef lömbum er ekki slátrað 3 haust í röð þá er hægt að byggja upp stofninn og fá miklu mun fleiri lömb seinna. 

Það er eins og þetta lið hjá Hafró og Hagfræðistofnun hafi misst alla jarðtengingu.

Sigurjón Þórðarson, 29.6.2007 kl. 23:02

4 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Maður talar nú ekki um ef takmarkað fóður er til og beitilöndin ekki vaxandi með bústofninum.

Kristján H Theódórsson, 30.6.2007 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband