Þarna mátaði nafni minn þá endanlega! Sigurður(Helgi Theodórsson)Líndal í Fréttablaðinu í dag.

Eftir að hafa lesið rökfasta grein nafna, sé ég ekki að Árna sé sætt á ráðherrastóli lengur.

 Athyglisvert er eftirfarandi sem ég hef ekki séð áður koma fram!

" Andmælaréttur

Í 2. mgr. 7. gr. reglugerðar nr. 693/1999 segir að dómnefnd skuli senda dómsmálaráðherra umsögn sína ásamt gögnum þegar hún hefur lokið störfum. Þessu næst skal dómsmálaráðherra kynna hverjum umsækjanda álit dómnefndar um hann sjálfan og gefa honum kost á að gera skriflegar athugasemdir. Ef ráðherra berast slíkar athugasemdir skulu þær bornar undir dómnefndina. - Ráðherra hefur fundið umsögn dómnefndar flest til foráttu, gallar verið á umsögn hennar, hún verið ógagnsæ og lítt rökstudd, innra ósamræmis hafi gætt við mat á reynslu sem hin ýmsu störf gefa.

Nú hlýtur að mega spyrja: Gerði sá sem skipaður var athugasemdir? Ef ekki, hefur hann ekki talið neina ágalla á umsögn nefndarinnar og samþykkt hana í reynd. Hvers vegna er ráðherra að taka fram fyrir hendur honum? Hér stendur upp á ráðherra að gefa skýringar"

(Feitletrun er síðuritara)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég hef lengi tekið orð Sigurðar L. sem úrskurð í álitaefnum lögfræði. Einu hefur þá gilt hvort mér hefur hugnast sá úrskurður eða ekki.

En staða hins þrískipta valds er orðin áhyggjuefni og hefur reyndar lengi verið. Ástæðan er augljós og hún er að auðmýktin hefur vikið fyrir hrokanum. 

Árni Gunnarsson, 26.1.2008 kl. 00:27

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Langflestir Íslendingar bera virðingu fyrir mati SL. það mætti mótmæla hátt víðar en í ráðhúsinu

Hólmdís Hjartardóttir, 26.1.2008 kl. 00:37

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ertu úr hinum gamla Öngulstaðahreppi, nafnið þitt hljómar þannig

Hólmdís Hjartardóttir, 26.1.2008 kl. 00:38

4 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Sæl veriði bæði Árni og Hólmdís og takk fyrir innlitið.

Ef þú ert Auðardóttir frá Björk þá kannast ég við þig Hólmdís frá fornu fari, enda mikill vinskapur milli heimila forfeðra okkar.

Kristján H Theódórsson, 26.1.2008 kl. 00:47

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Já ég er Auðardóttir, nú vorum við bæði nokkuð glögg. Ég á góðar minningar úr sveitinni. Og á merkilegt nokk 3 skólabræður sem viðurkenna mig sem hálfgildingssveitung, Óla frá Þverá, Magga frá Staðarhóli og svo Baldur frá kristnesi. Mbk

Hólmdís Hjartardóttir, 26.1.2008 kl. 01:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband