Siðvit og embættisveitingar. Grein í Mogga í gær, 25.jan.

Niðurlag úr grein eftir Stefán Erlendsson stjórnmálafræðing í Mbl. í gær. Kann því miður ekki að setja hlekk inn á þessa grein.

í niðurlagi segir Stefán eftir að hafa farið yfir sögu deilna um s.k héraðsdómaraskipun Árna nokkurs Mathiesen .

"Ef málatilbúnaðurinn er skoðaður með hliðsjón af siðferðisþroskakenningu bandaríska siðferðissálfræðingsins Lawrence Kohlberg,kemur nefnilega svolítið forvitnilegt í ljós.

Kohlberg skipti siðfeðisþroska einstaklinga í sex stig en taldi jafnframt að fæstir næðu lengra en upp á fjórða stig siðferðisþroskans-svokallað stig laga og reglna. Þegar ágreiningur á borð við þann sem hér er til umfjöllunar rís er líklegt að þeir sem leggja áherslu á að fylgja lagabókstafnum fremur en að huga að anda og tilgangi laganna séu sáttir við röksemdafærslu á þessu þroskastigi. Kohlberg hélt því einnig fram að það væri nánast borin von að einstaklingur á tilteknu siðferðisþroskastigi gæti skilið eða kynni að meta röksemdafærslu þeirra sem eru á hærra stigi. Þannig er ekki víst að sá sem leggur metnað sinn í að fylgja lagabókstafnum skilji sjónarmið þess sem sem mælir eindregið með því að horft sé til anda laganna. Áhersla á anda laganna sé einkennandi fyrir röksemdafærslu á fimmta og sjötta stigi Kohlbergs.

Þegar viðbrögð núverandi forsætisráðherra við orðfæri í grein Sigurðar Líndal, sem forsætisráðherrann sagði að væri honum til minnkunar, og ummæli fyrrverandi forsætisráðherra, sem sagði umræðuna um embættisveitingu sonar síns það ljótasta sem hann hefði orðið vitni að á ferli sínum eru skoðuð í þessu ljósi öðlast þau alveg nýja merkingu. Það talar auðvitað hver og einn eins og hann eða hún hefur vit til".(feitletrun síðuritara)

Svo mörg voru þau orð!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Og er það þá.........fyrirgefið þeim því þeir vita ekki betur???

Hólmdís Hjartardóttir, 26.1.2008 kl. 02:14

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta með ráðningu sonar Davíðs er ótrúleg gjörð, en hún hefur ekki hreyft við mönnum eins og síðasta uppákoma í Reykjavík.  Sem leiðir hugan að þroska fólks í sambandi við hvað er við hæfi og hvað ekki.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.1.2008 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband