Á götuhorninu mínu !

Varð var við undirbúninginn.

Hélt að unnið væri í lagnakerfi bæjarins. Steypu- og malbikssögunarhljóð og hliðstæðir skruðningar frá árla morguns til miðnættis vikulangt.

Rölti á vettvang eitt kvöldið, datt helst í hug mini útgáfa af friðarsúlu Yoko Ono. Fannst ekki veita af!

En þetta er vel til fundið og verður okkur vonandi sem flestum hvatning til að rísa gegn hvers konar órétti af hálfu yfirvalda.

Betur að  Björn blessaður hugaði betur að þessum grundvallar atriðum í þeim atburðum sem brenna heitast á okkur í dag.

Virðist ekki átta sig á hliðstæðunni við fáránleika þess að láta skylda og tengda aðila rannsaka í bönkum og fjármálakerfi. Skylda og tengda þeim sem keyrðu allt í þrot og hljóta að liggja undir grun um margt misjafnt.


mbl.is Minnisvarði um sögulegan dóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þar sem ég er nú mjög lítið hjátrúarfull manneskja þá var þetta svolítið skemmtileg tilviljun því ég vaknaði upp í morgun með ákveðna hugmynd í kollinum.

Ég hringdi í frúna sem býr á horninu með þér til að segja henni frá hugmynd minni og hún segir mér þá frá þessum minnisvarða. Hann Jón gæti því þegar upp er staðið haft meira ásamviskunni heldur en bara aðskilnað dóms- og framkvæmdavalds.

Tvímælalaust hvatning til allra sem órétti eru beittir og frábært að sú hvatning sé gerð svona áþreifanleg.

Bestu kveðjur frá Dóttur pabbans við Lífs-stefnu-breytandi-hornið

Kristín Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband