Heybrókarháttur stjórnarandstöðunnar?

 Velti fyrir mér eftir atburði dagsins, því stjórnarandstaðan í heild sinni gekk ekki á dyr og sameinaðist mótmælendum fyrir utan. 

Hefði getað lýst yfir að hún kæmi ekki aftur til þingstarfa fyrr en fyrir lægi að ræða skyldi tímasetningu kosninga til nýs alþingis og einhver mikilvægari mál, en virtust á dagskrá í dag. 

Mér skilst að það hafi þótt brýnast, í ljósi aðstæðna, að keyra í gegnum þingið samþykkt fyrir brennivínssölu í matvörubúðum, svo illa haldinn almenningur eigi auðveldara aðgengi til áfengiskaupa, svo það geti drukkið frá sér áhyggjur, helst uppá hvern dag.

Kannske fengi þá þessi Óþurftarstjórn, sem virðist að stórum hluta skipuð ósómakæru undirmálsfólki, frið til að skipa málum á þann veg aftur, að spillingin sem hafa unnið sér friðhelgi hérlendis fái grasserað sem aldrei fyrr.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband