Sláturtíðin hafin !

Óumflýjanleg afsögn framkvæmdastjórans komin fram.

 Hér ríður hann á vaðið og gefur fordæmi öllum þeim þingmönnum  og öðrum  frambjóðendum sem kunna að hafa vitað af þessari siðlausu styrkjamóttöku, sem auðvitað eru ekkert annað en mútugreiðslur!

Hvað annað ætti fyrirtækjum landsins að ganga til að moka þvílíkum upphæðum í einn sjórnmálaflokk, ef ekki var ætlast til greiða á móti?  Tel raunar að öll framlög umfram 100-200 þúsund kr. verði að teljast vafasöm. 

FL-okkurinn gefur upp framlög aðeis 8 aðila árið 2006 að meðaltali að upphæð kr. rúmar 10 milljónir, þá er ótalið allt sem hinir smærri hafi lagt í púkkið, en þar gat verið um aðræða jafnvel hærri tölur í heildina.  Vekur athygli að á uppgefna listanum er aðeins 1 útgerðarfyrirtæki, en kæmi ekki á óvart að þar hafi leynst mörg matarholan.


mbl.is Andri hættir störfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband