Nöturleg úrræði ríkisstjórnarinnar. Heimilin niðurlægð og svívirt!

Get varla orða bundist yfir málflutningi Gylfa viðskiptaráðherra og hans félaga á stjórnarheimilinu.

Þessi dásamlegu úrræði þeirra einstaklingum og heimilum til handa , snúast mest um að niðurlægja og smána það fólk sem nú þarf að bera  þann kross sem er arfleifð óhæfrar stjórnar síðustu ára sem og ófyrirleitinna bankabófa sem fengu óáreittir að starfa í skjóli þeirra.

Því til viðbótar skulum við smælingjarnir varanlega hnepptir í skuldafangelsið í þágu þessara fyrirlitlegu peningaafla sem hafa platað okkur uppúr skónum!

Gylfi reyndi að afgreiða alla sem fífl sem tóku lán í erlendri mynt. En þá hlýtur að vakna spurning?

Ef það var vitað að allt mundi hrynja svona svakalega, því var fólk ekki varað við ,eða þessi lánaleið hreinlega bönnuð'

Einu forsendurnar til að heimska fólk og nánast kalla bjána, er að þetta hafi verið vitað í kerfinu og nánast talið víst, að menn væru að taka meira en ca. 25-50% gengisáhættu, og þá  er augljós sekt stjórnvalda að hreinlega stoppa þetta ekki af!


mbl.is Aðgerðir ríkisstjórnar ganga of skammt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband