Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Umtalsvert virðingarverðari
15.10.2014 | 12:59
Formenn eiga ekki að ráða umfram aðra. Þeirra hlutverk er að leiða starfið og samræma sjónarmið innan ramma stefnuskráa flokkanna . Ekki að troða sínum persónulegu meiningum ofan í liðsmennina.
Ætti að íhuga að fara í annað lið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er þetta ekki sami Brynjar og..
14.4.2014 | 14:35
telur rétt að átrúnaði manna skuli gert misjafnt undir höfði með valdbeitingu pólitísks meirihuta, samanber þetta
hér?
Mannréttindi ekki háð pólitískum meirihluta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Að sjálfsögðu fá þeir sem voru rændir mestu....
19.9.2013 | 09:14
Tekjuháir myndu fá mest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þær höfuðlausu
7.3.2013 | 15:32
Fólki blöskrar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er ekki heilbrigð skynsemi enn til í þjóðfélaginu?
7.3.2013 | 12:55
Stefna í yfir 100 km ferð um miðja nótt við slíkar aðstæður, á sama tíma og innan seilingar í hennar heimabæ er stendur vannýtt fullbúið sjúkrahús og vafalaust ekki minni þekking til fæðingarhjálpar en býðst úti í Dalsmynni í öskrandi vetrarbyl.
Fæddist í sjúkrabíl í vonskuveðri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ein meginrök verðtryggingarsinna húsnæðislána ,er sú að breytilegir vextir geti riðið greiðendum á slig vegna tímabundinna verðbólguskota sem muni skila sér í hærri breytilegum vöxtum.
Ein megin rök gegn launahækkunarkröfum vinnandi stétta er nær undantekningarlítið að reksturinn hafi ekki efni á að greiða hærri laun, en auðvitað alltaf gefið í skyn að vonandi komi betri tíð ,ef launþegar haldi sig á mottunni. Sú betri tíð reynist því miður seint ætla að skila sér.
Nú dettur mér í hug sú einfalda lausn að við bjóðum vinnuveitendum okkar bara greiðslujöfnun á td. 10-40 ára launasamningi. Þannig að það sem reksturinn hefur ekki efni á að greiða í dag, bætist eftir ákveðnum reglum þar um við höfuðstól og safnar þar vöxtum, og hæstu breytilegum vöxtum og vöxtum ofan á þá eftir öllum kúnstarinnar reglum!
Nánari útfærsla bíður betri tíma.
Trúi ekki fyrr en ég tek á að atvinnurekendum lítist ekki vel á þetta, og munu örugglega ekki væla yfir vaxandi greiðslubyrði þegar fram í sækir. Og allra síst munu þeir kvarta yfir þótt uppsafnaðar launaeftirstöðvar með vöxtum og vaxtavöxtum fari langt fram úr verðmæti fyrirtækjanna. Það er nefnilega svo dæmalaust gott að fá að pissa í skóinn sinn ef manni er kalt !
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það kostar að varðveita og viðhalda eignum í flestu formi. Því ætti peningaeign ein og sér aðeins að raka að sér meiri peningum?
Það er ekkert sjálfsagt að menn geti legið eins og ormar á gulli og margfaldað eignir í peningaformi, nánast án fyrihafnar, meðan kostar fúlgur fjár að varðveita og viðhalda öðrum eignum. Gull, fasteignir, bílar, jarðeignir, nánast allt sem menn sanka að sér kostar fúlgur fjár að viðhalda og varðveita.
Auðvitað verða menn að sjá sér einhvern hag í að leggja til hliðar og geyma það sem ekki þarf til daglegra þarfa og þar með að opna á möguleikann að miðla öðrum til lengri eða skemmri gegn hóflegu gjaldi, en að þetta þurfi að vera einhver hraðvirk auðsöfnunarleið án þess að til komi einhver verðmætasköpun í formi vinnuframlags og eða framleiðslu þess sem leggur til hliðar, á ekki að vera neitt heilagt markmið! Svo heilagt að það leyfi að gera lántakendur að ánauðugum þrælum.
Skynsamur maður Hjalti Hugason
28.11.2012 | 15:33
Sama verður ekki sagt um biskupinn blessaðan , þröngsýni og heimska ræður enn ríkjum á þeim bænum. Það þarf ekki miðlungsgreind til að átta sig á að ekki var verið að staðfesta óbreytt ákvæði, aðeins að eitthvað skyldi minnst á þjóðkirkju.
Vill breytt þjóðkirkjuákvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er ekki trúleysi normal ástand við fæðingu!
14.11.2012 | 09:33
Held að þurfi aðeins að taka í hnakkadrambið á þeim sem stunda svona ómerkilegan málflutning eins og þessi trúarkóngur. Auðvitað eru s.k. "trúlausir" ekki vandamálið í þessu. I ljósi þess að blessuð börnin fæðast auðvitað án sérstakrar meðvitaðrar trúarskoðunar, þá geta trúlausir ekki verið að þröngva neinu uppá þau. Víðsfjarri að það geti verið rökrétt ályktun!
Hinsvegar gæti verið nauðsynlegt að setja ákvæði í lög sem vernda þau gegn beinni trúarítroðslu þar til þau hafa vitsmunalegan þroska til að taka afstöðu á eigin forsendum til þess hvort þau vilja undirgangast skilmála hinna misgáfulegu trúarbragða! Hiklaust á að miða þar við sjálfræðisaldurinn. Auðvitað er það allt annað mál hvort foreldrar geti vítalaust tekið afkvæmin sín með sér í athafnir þess trúfélags sem þau kjósa að tilheyra og á þannig fái þau að kynnast því sem þar fer fram, en fái sjálfdæmi á forsendum eigin óþvingaðra viðhorfa hvort þau kjósa að undirgangast formlega þær lífsskoðanir.
Trúlausir þröngva afstöðu sinni á börn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Hvert er vandamálið?
13.11.2012 | 10:10
Er ekki augljóst að sá naumi meirihluti sem vill hafa þjóðkirkju, og er þá væntanlega sanntrúaður á þær gömlu frásagnir sem liggja til grundvallar þeirri trú, einfaldlega leggi þessari stofnun til meira fjármagn til að starfið megi blómstra áfram ?
Það stendur auðvitað meðlimum þjóðkirkjusafnaðanna næst að leggja eitthvað af mörkum, og því skyldu þeir ekki gera það þvingunarlaust, í frjálsum framlögum ef hugur fylgir máli?
Svolítið sérstakt viðhorf að sértrúarsöfnuðir geti lagt almannsjóðum skyldur á herðar í framtíðinni með byggingu skrauthýsa til eigin þarfa, sem útaf fyrir sig eru í andstöðu við kenningar þess spámanns sem tilbeiðslan snýr að, nefnilega Jesú krists! Og síðan ef þegar enginn hefur lengur nóga sannfæringu á forsendum s.k. trúar sinnar , til að nenna og eða vilja viðhalda þessu prjáli, þá eigi það að leggjast af fullum þunga á framfæri ríkissjóðs.
Enginn bannar Jóni Bjarnasyni að borga auka tíund til kirkjunnar sinnar.
Við köllum á kirkjuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |