Bloggfćrslur mánađarins, maí 2009

Hugarfarsbreyting!

Nú eru menn unnvörpum ađ átta sig á fáránleika ofurlaunastefnunnar.

Auđvitađ getur veriđ réttlćtanlegt ađ hafa nokkurn launamun, einhver hvati ţarf ađ vera til ađ fólk leiti sér menntunar og fái metnađ til ađ sćkjast eftir stjórnunarstörfum.  Hitt hef ég aldrei skiliđ, ađ í heimi , ţar sem margur hefur vart til hnífs og skeiđar sé taliđ réttlćtanlegt ađ greiđa einstaklingum í tugavís margföld nauđţurftarlaun.

Ég stakk uppá ţví fyrir rúmum 20 árum , á fundi međ Ţorsteini Pálssyni ţ.v. forsćtisráđherra, ađ fyrirtćki yrđu látin gjalda ţess skattalega ef ţau greiddu sínum silkihúfum úr hófi fram í launum og öđrum viđurgerningi. Sló ţessu fram í hálfkćringi, en ţó međ ákveđnum undirtón.

Á ţeim árum  voru erfiđir tímar sem oft áđur og atvinnuţref, og margur vanhaldinn í launum međan ađrir töldu sér sćma ađ ţiggja margfalt umfram ţarfir, gjarnan ţeir sömu og ţóttust ekki hafa efni á ađ greiđa starfsmönnum sínum nauđţurftartekjur.

Skipti náttúrulega engum togum, ađ "frelsispostulinn íhaldsins" Ţorsteinn P. vildi senda mig rakleiđis til Síberíu, ef ég vćri ţá einu sinni tćkur ţangađ.  "Ţađ ríkti jú samningsfrelsi í landinu"!

Gott ef ekki var nýbúiđ ađ ómerkja kjarasamning einhverra viđ ríkiđ međ bráđabirgđalögumAngry.


mbl.is Vilja lćkka laun stjórnenda lífeyris VR
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nöturleg úrrćđi ríkisstjórnarinnar. Heimilin niđurlćgđ og svívirt!

Get varla orđa bundist yfir málflutningi Gylfa viđskiptaráđherra og hans félaga á stjórnarheimilinu.

Ţessi dásamlegu úrrćđi ţeirra einstaklingum og heimilum til handa , snúast mest um ađ niđurlćgja og smána ţađ fólk sem nú ţarf ađ bera  ţann kross sem er arfleifđ óhćfrar stjórnar síđustu ára sem og ófyrirleitinna bankabófa sem fengu óáreittir ađ starfa í skjóli ţeirra.

Ţví til viđbótar skulum viđ smćlingjarnir varanlega hnepptir í skuldafangelsiđ í ţágu ţessara fyrirlitlegu peningaafla sem hafa platađ okkur uppúr skónum!

Gylfi reyndi ađ afgreiđa alla sem fífl sem tóku lán í erlendri mynt. En ţá hlýtur ađ vakna spurning?

Ef ţađ var vitađ ađ allt mundi hrynja svona svakalega, ţví var fólk ekki varađ viđ ,eđa ţessi lánaleiđ hreinlega bönnuđ'

Einu forsendurnar til ađ heimska fólk og nánast kalla bjána, er ađ ţetta hafi veriđ vitađ í kerfinu og nánast taliđ víst, ađ menn vćru ađ taka meira en ca. 25-50% gengisáhćttu, og ţá  er augljós sekt stjórnvalda ađ hreinlega stoppa ţetta ekki af!


mbl.is Ađgerđir ríkisstjórnar ganga of skammt
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband