Bloggfćrslur mánađarins, maí 2008

Brugđist fljótt og vel viđ svikabrigslum mínum?

Tek ofan fyrir Ingibjörgu Sólrúnu ađ bregđast svona hratt viđ brigslum mínum um svik viđ kosningaloforđ sín! (Sjá ađra fćrslu hér á undan).

 


mbl.is Eftirlaunalög Alţingis verđa felld úr gildi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

"Brjálćđi ađ vilja flugvöllinn úr Vatnsmýrinni!" Frétt af Vísir.is međ vísan í Lesbók Moggans!

Danskurinn tekur upp hanskann fyrir ca. 60 % borgarbúa og Ólaf F.

"Danskur arkitekt sem er einn af ađalarkitektum nýja tónlistar- og ráđstefnuhússins í miđborginni, segir brjálćđi ađ vilja Reykjavíkurflugvöll burt úr Vatnsmýrinni. Ţađ sé auđlind út af fyrir sig ađ hafa flugvöll í borginni og ţađ spari einnig orku.

Ţađ er stundum sagt ađ glöggt sé gestsaugađ, en ekki eru gestirnir alltaf sammála. Ţannig unnu skorskir arkitektar samkeppni um skipulag Vatnsmýrarinnar ţar sem gert er ráđ fyrir ţví ađ flugvöllurinn hverfi úr Vatnsmýrinni. Í Lesbók Morgunblađsins í dag er viđtal viđ danska arkitektinn Peer Teglgaard Jeppesen ein frćgasta arkitekt Dana og hönnunarstjóra arkitektastofunnar HLT í Danmörku. Stofa hans tók ţátt í ađ hanna bćđi ađalstöđvar Háskólans í Reykjavík viđ Öskjuhlíđ og nýja tónlistar- og ráđstefnuhúsiđ viđ Reykjavíkurhöfn. Í viđtalinu segir Peer ađ hann voni ađ Reykjavíkurflugvöllur verđi áfram í Vatnsmýrinni. Ţađ sé auđlind ađ eiga flugvöll og brjálćđi ađ vilja heldur aka í hátt í tvo tíma til Keflavíkur. Flugvélar muni ţróast og ţurfa styttri flugbrautir og ţví gćti flugvallarsvćđiđ hugsanlega minkađ.

Orđrétt segir Peer: „En í framtíđinni vćri ţađ styrkur fyrir borgina ađ hafa flugvöllinn. Ţannig má komast á auđveldan og fljótlegan hátt inn í miđborgina." Einnig ţurfi ađ huga ađ orkunotkuninni og ţví ekki gáfulegt ađ láta fólk aka langar leiđir ađ óţörfu."

Spurnig hvort hiđ óstjórntćka borgarfulltrúaliđ ćtti ekki ađ fara ađ víkja fyrir öđrum sem eru líklegri til ađ túlka sjónarmiđ almennings í borginni í réttum hlutföllum!


Hćnsnakofa syndromiđ segir enn til sín!

Undanfarna daga hefur ţjóđin orđiđ vitni ađ lágkúrulegu einelti gegn Ólafi borgarstjóra. Hann hefur víst unniđ ţađ til saka ađ hafa ráđiđ mann ,tímabundiđ ,til ađ taka til í miđborginni. Ţetta virđist hugsađ sem skorpuvinna, n.k. akkorđ, enda veriđ hamast á bogaryfirvöldum undanfariđ fyrir niđurlćgingu miđbćjarins.

Nú fara ţeir sömu fjölmiđlar, sem hneyksluđust sem mest á ţví skammarlega ástandi sem ţarna ríkir, hamförum gegn borgarstjóra fyrir ađ ćtla ađ hrista af sér slyđruorđ. Sleppa löngu auglýsinga-og ráđningaferli, og ráđa röskan mann til ađ ganga strax í verkiđ.

Borgarstjóri er tekinn í yfirheyrslur ć ofan í ć eins og um óbótamann sé ađ rćđa,meira ađ segja Villi Vill var varla yfirheyrđur annađ eins fyrir sín sannanlega stórkostlegu afglöp.

 Og spćldir minnihlutamenn reyna ađ ata hann auri sem mest ţeir mega. Líkast til hrćddir um ađ opinberađ verđi ţeirra eigiđ getuleysi í fyrri meirihlutum borgarkerfisins.

 Ţađ er líkast ţví ađ dagskipunin sé ađ reyna ađ brjóta borgarstjóra á bak aftur , svona í ljósi meintra andlegra erfiđleika hans um tíma, er hann tók sér leyfi frá störfum.  Minnir ţetta óneitanlega á ţađ hátterni sem löngum hefur veriđ kennt viđ hćnsnfugla ,og ekki ţótt ţeim til sóma, ađ ráđast ađ meint veikluđum einstaklingum og reyna ađ gogga ţá til ólífis!

Ekki ćtla ég Ólafi annađ en ađ standa ţessa atlögu af sér.Margur hefur lent í tímabundinni krísu og náđ sér upp aftur.

Hlálegur er sá málflutningur ađ mađur geti ekki veriđ traustur einstaklingur, ţótt honum sé ekki sýnt ađ koma fram í fjölmiđlum sem einhver glansfígúra og tala í hringi eins og sagt hefur veriđ um forvera hans einn.  Annar forveri sem nú er komin í landsstjórnina, ţótti röggsöm í viđtölum, en hvađ blasir nú viđ um efndir í landsmálum ?  Svik á svik ofan!

Sakna ţess ađ stöđ 2 spyrji Samfylkingarformanninn beint ađ ţví reglulega, hvenćr eftirlaunaósóminn verđi afnuminn s.k.v. hennar eigin loforđi!

Virđist ekki geta stutt sinn flokksfélaga ,Valgerđi Bjarnadóttur,í ţeirri baráttu!

 


mbl.is Miđborgarstjóra R-listans var bođiđ starfiđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband