Bloggfćrslur mánađarins, maí 2007

Er einhver ţörf fyrir Framsóknarflokkinn!

Nú ţegar sá óskadraumur okkar margra hefur rćst ađ hluta, ađ Framsókn hefur fengiđ makleg málagjöld í kosningum til alţingis, rísa menn hver um annan ţveran upp og lýsa hluttekningu međ hrćinu, og pćla í ţví hvernig best verđi komiđ fótunum undir bjálfann á ný!

Ég segi nú bara ađ miklu heldur skulum viđ vinna áfram ađ niđurlagningu ţessa óţurftarţröngrasérhagsmunagćsluflokks . Hann hefur engu augljósu hlutverki ađ gegna í ţessu ţjóđfélagi í dag. Ađrir flokkar  hafa á sínum stefnuskrám allt ţađ sem Framsókn ţóttist standa fyrir, en var auđvitađ hin seinni árin bara yfirvarp sem ţeim datt aldrei í hug ađ taka hátíđlega!


Guđni formađur!

Framsóknar er farinn Jón,

formennsku af stóli.

Ţeytir Guđna ţetta á trón,

ţví  ólíkindatóli.

 


Ţingvallastjórn!

Saman á Ţingvöllum sátu ţau fund,

Solla og Geir Hilmar Harđi.

Ţau kysstust og keluđu,

hvort annađ véluđu,

komin var stjórn fyrr en varđi.

 


Baugalín !

Eftir fćđing' furđu snögga,

fram kom Baugalín.

Björn er áfram yfirlögga,

annađ virđist grín.

 


Ekki upplitsdjarfur LÍÚ formađur, enda málstađurinn slćmur!

Frekar hvimleitt ađ ţurfa ađ hlusta á fjandans bulliđ í fulltrúum sćgreifanna, ódámum íslenskra sjávarbyggđa, ađ ţykjast ekki sjá samhengiđ milli hins ólánlega kvótakerfis og ógćfu margra sjávarbyggđa hringinn í kringum landiđ.  Kvótakerfis sem sannanlega hefur ekki byggt upp veiđistofnana, nema síđur sé!

Björgólfur Jóhannsson var í hlutverki hins ótrúverđuga talsmanns vitleysunnar ,sem ţjónar ađeins hagsmunum umbjóđenda hans en ekki ţjóđarinnar í heild, í Kastljósţćtti á móti Grétari Mar í kvöld.

Heyra svo ţessa menn gefa í skyn ađ engar tćkniframfarir hefđu orđiđ í greininni ef ţetta fjandans afćtukerfi hefđi ekki komiđ til.  Bull !

Ţađ blasir auđvitađ viđ hverjum skynsömum manni, ađ auđveldara yrđi ađ endurreisa veiđar og vinnslu í plássi ţar sem einn rekstrarađili fer á á hausinn, ef ekki ţarf hverju sinni ađ kaupa veiđiheimildirnar dýrum dómum á uppsprengdu ofurverđi sem er komiđ langt fram úr ţví sem raunhćft getur talist. Greiđa ţannig óverđugum offjár fyrir ađ fá ađ stunda ţann rekstur áfram sem grundvallađi byggđina frá upphafi vega.

 


"Uss,ekkert ađ marka, ţau geta alveg veriđ í sundskýlum".

Datt í hug gömul saga af einum gömlum sveitunga mínum forđum, ţegar menn velta fyrir sér hvort ekki sé alvara á ferđum í bólförum Samfylkingar og Sjálfstćđisflokks.

Karlinn ,sem var einhleypur bóndi og ekki mikiđ viđ kvenfólk kenndur, en ţóttist vita helstu undirstöđuatriđin í samskiptum kynjanna, fór međ nokkrum yngri mönnum í bíó , ađ sjá hina "djörfu"  mynd, á ţeirrar tíđar mćlikvarđa, 79 af stöđinni.  Ţetta mun hafa veriđ um eđa eftir 1960, í upphafi Viđreisnar, og mig hálfminnir ađ talađ hafi veriđ um ađ bíómiđinn kostađ svipađ og kíló af smjöri og ţótti dýrt á ţeim tíma.

Ţegar hćst stóđ leikurinn í rúmsenu myndarinnar međ leikurunum Gunnari Eyjólfssyni og Kristbjörgu Kjeld  , sem ađ ţeirrar tíđar hćtti fór ađ mestu fram undir sćng,  heyrđu félagarnir ađ hnussađi í karlinum!

"Uss , ekkert ađ marka ,ţau geta alveg veriđ í sundskýlum".

 


Raufarhöfn 2003,Flateyri 2007.

Skyldi ţađ vera tilviljun ađ tilkynnt er um hrun útgerđar og fiskvinnslu í ţessum sjávarútvegsplássum "korteri" eftir kosningar?

Eftir ađ ósannindamenn á vegum stjórnvalda hafa enn og aftur dásamađ hiđ stórkostlega fiskveiđistjórnunarkerfi okkar í ađdraganda alţingiskosninga, hendir ţađ nú enn og aftur í kjölfar ţeirra ađ hrun verđur ljóst í greininni í lítilli sjávarbyggđ á landsbyggđinni og atvinnulíf ţar međ í rúst á stađnum.

Er ţađ algjör tilviljun ađ ţetta sé ekki tilkynnt fyrr en ađ kosningum loknum í báđum tilfellum?


Völva Vikunnar gerđi frekar ráđ fyrir DV stjórn!

Var ađ lesa yfir Völvuspána síđustu, og komst ţá ađ ţví ađ mig misminnti um ađ hún hefđi spáđ D-S stjórn. Líklega var ţađ önnur völva, hugsanlega á vegum Hér og nú.

Margt fer býsna nćrri hjá Völvu Vikunnar um niđurstöđur kosninganna, en ţó ekki allt nákvćmt.

Gengur út frá tveggja flokka stjórn undir forsćti Geirs, en telur ţađ verđa annađ hvort međ Vinstri grćnum eđa jafnvel Framsókn áfram! Nú er auđvitađ ekki öll nótt úti enn fyrir ţessari spá, ţótt líkurnar séu á ţessari stundu nokkuđ sterkar fyrir ađ Samfylkingin hafi betur.

Ţá telur völvan ađ tími Björns Bjarnasonar sé liđinn sem stórkanónu í Íslenskri pólitík.

Vangaveltur hafa veriđ hjá ýmsum um ađ Geir verđi ađ hafa Björn áfram í ráđherraliđinu til ađ sýna "auđmanninum" Jóhannesi í Bónus í tvo heimana, en spyrja má sig ađ ţví hvort Geir vćri ekki ţannig ađ sýna stórum hluta kjósenda flokks síns fingurinn.  Ef hann hleđur undir ţá ţingmenn sem fá slíka útreiđ hjá eigin kjósendum!


Sérkennilegur málflutningur Kolbrúnar Bergţórsdóttur!

Var ađ horfa á Kolbrúnu og Ólaf Teit rćđa stjórnarmyndunarmál. Kolbrún tók upp ţykkjuna fyrir Ingibjörgu Sólrúnu vegna sífellds skítkasts Sjálfstćđismanna ađ henni, sem auđvitađ er innistćđulaust, og ég er sammála henni í ţví.

 En svo kom ţar sögu ,ađ nefnd var hugmynd sem fariđ er ađ slúđra um ,og taliđ áhugamál Davíđs Oddssonar og fleiri "hatursmanna" Ingibjargar . Sú er ađ kippa Frjálslyndum í stjórn til viđbótar viđ Framsókn til ađ styrkja hana og minnka vćgi einstakra ţingmanna.

Ţá kom ţessi innistćđulausa yfirlýsing frá Kolbrúnu um ađ ţar vćri ekki nokkrum manni treystandi!

Hvađ hefur hún fyrir sér í ţví?  Hafa ţingmenn Frjálslynda eitthvađ til saka unniđ? Kolbrún verđur ađ rökstyđja sín orđ, annars er hún á sama plani og Óvildarmenn Ingibjargar Sólrúnar!

Er hćgt ađ vera ómálefnalegri en ţetta ,ađ kasta einhverjum skít ađ mönnum sem ekki hafa neitt til saka unniđ?

 


Geir dregur Framsókn á asnaeyrum međan hann leggur grunninn ađ stjórn međ Samfylkingu!

Öllum augljóst sem međ fylgjast ađ Geir er ađ halda Framsókn viđ efniđ, svo hún bíti ekki á agniđ hjá Vinstri flokkunum um s.k. Vinstri stjórn.

Á međan eru Geir og Ingibjörg Sólrún á fullu ađ vinna ađ stjórnarmyndun bak viđ tjöldin!

Getum held ég reiknađ međ ađ Völva Vikunnar hafi séđ ţetta rétt fyrir um áramótin!


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband