Bull er þetta!

Leyfum þessu nú fyrst að verða að einhverju áður en nafn er ákveðið.  Á eftir að koma í ljós hvort þetta verður eitthvað meira en smágígur.

Allir endalaust að fara fram úr sér í kringum þetta gos, maður hefur fylgst forviða með hvernig almannavarnarnefndir og önnur stjórnvöld hafa reynt að tala þetta gos upp og gera sem mest úr þeirri "vá" sem fylgir.  Blessuð börnin á svæðinu vita ekki sitt rjúkandi ráð og búast við heimsendi!


mbl.is Fellið gæti heitið Hrunafell
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Og ekki láta fjölmiðlar sitt eftir liggja. Þar gengur hver "fréttamaðurinn" undir annars hönd til að lýsa fordæmalausum stórkostlegheitum spýjunnar og reyna svo að kreista upphrópanir og annað yfirdrifið bull upp úr öllum hlutaðeigandi, íbúum svæðisins jafnt sem jarðvísindamönnum. Ég held að Ómar Ragnarsson sé sá eini sem hefur tekist að lýsa gosinu rétt en hann sagði það vera eitthvert minnsta gos sem hann hefði séð ...og er ég honum algjörlega sammála.

corvus corax, 25.3.2010 kl. 16:54

2 identicon

Ekki lýgur Ómar.

Elvar (IP-tala skráð) 25.3.2010 kl. 17:04

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er upphróp um ekki neitt er ég hrædd um.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.3.2010 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband