Bullarar vaða uppi!
27.4.2010 | 11:43
Nöturlegt er að til skuli fólk sem kaupir þetta kjaftæði, að forsetinn einn og sér sé að skaða stórkostlega með því að greina frá í viðtölum við erlenda fjölmiðla því sem hann veit sannast og réttast um íslenska náttúru og þær hættur sem geta af henni stafað!
Þetta hatur , sem síðan er reynt að magna upp á upplognum forsendum um áhrif ummæla hans er aldeilis forkastanlegt. Engar raunhæfar tölur eru til um skaða af völdum þess arna, eða að þau yfirhöfuð valdi skaða. Fréttamennska moggans og upphrópanir ýmissa í stétt ferðaþjónustu jaðra við að varða við lög. Komi þetta fólk bara með grjótharðar sannanir fyrir þessu sem fullyrt er eða heiti ómerkingar og ræflar ella!
Ljóst er að umheimurinn er ekki heimskur, og þær upplýsingar sem fyrir lágu áður en forsetinn svaraði aðspurður eftir bestu getu, hafa auðvitað haft áhrif.
Ég endurtek! Sanniði þetta óvéfengjanlega!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:22 | Facebook
Athugasemdir
Sammála þér þetta hatur á forsetanum er oðrið ansi pínlegt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.4.2010 kl. 10:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.