Hvaða boðvald þykjast þessir aðilar hafa yfir forsetanum?

Manni verður æ ljósari ástæðan fyrir óförum okkar íslendinga. Nefnilega sú staðreynd að hér virðast skipast til áhrifa allrahanda miður gefið fólk sem veit ekki sín mörk.

Þetta virðast bjálfar meira og minna, nú síðast Jóhanna sem ætlar að setja öðrum siðareglur á sama tíma og hún er ekki dómbær á eigin spillingu og sinna samflokksmanna.

Maður veit eiginlega ekki hvort maður á að hlæja eða gráta að heyra  margt sem bullað er á þeim bænum. Á sama tíma dettur þessu fólki ekki í hug að sýna þann siðferðilega styrk að axla ábyrgð á augljósum eigin mistökum og skertu siðferði.  Jóhanna sem einn af aðalhrunráðherrunum , og þau bæði  Steingrímur og hún fyrir að brjóta freklega gegn þjóð og þingi í Icesavemálinu.

Þá eru ótalin  öll svikin við fólkið í landinu um s.k. skjaldborg um heimilin sem hefur í raun reynst hin verstu öfugmæli.


mbl.is Forsetinn sniðgekk tilmæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Steingrímur er greinilega ekki hættur með að þröngva Icesave upp á þjóðina í sömu mund og hann semur um skattaafslátt við Björgólf Thor sem ber ábyrgð á Icesave.

Sigurjón Þórðarson, 29.4.2010 kl. 10:24

2 identicon

Ég skil ekki þetta virðingaleysi og skítkast gagnvart forsetanum. Ég er með evrupakkann fyrir sjónvarpið (70 stöðvar)og er búin að horfa á allra þjóða jarðfræðinga útskýra (hvern á sínu tungumáli) að Eyjafjallajökull kveiki oftast í Kötlu og að hér séu 50 virkar eldstöðvar sem hver um sig gæti vaknað hvenær sem er! Þetta er jú blákaldur sannleikur, og þetta horfa þjóðirnar á hver í sínum fréttum. Sjálf er ég að vinna í ferðamannabransanum og finn mjög fyrir áhrifum þessa eldgoss og því miður eru fjölmiðlar eins og ‘The SUN’ í Englandi sem koma með hrikalegar fréttir um að Reykjavík sé á káfi í ösku!
Fæstir á plánetunni gera sér grein fyrir stærð Íslands og halda að þetta sé lítil eyja og allt í rúst hér ef gýs. Ég hef ítrekað lent í því að fólk kemur og spyr hvar hæsti tindurinn sé,,þau lagar að fara uppá topp og sjá yfir ALLA eyjuna! Ehhh….viðbrögðin við svörum mínum eru alltaf mikil undrun. “Ó,103.000 ferkílómetrar! og bara 320.000 manns?”
Ég held að það sé áríðandi að koma því til skila út í hinn stóra heim að þetta sé STÓR og MIKIL eyja með FULLT af plássi, og að þetta sé fjórða eldgosið á þessari öld og að hér verði ekki dauðsföll í massavís þegar gýs!

anna (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 10:59

3 Smámynd: Stefán Lárus Pálsson

Forsetinn sagði bara sannleikann um afleiðingar eldgosa á Íslandi. Anna útskýrir málið vel. Ferðaþjónustuþjónustumógúlar eins og Hr. Friðrik á Hótel Rangá og frú Erna yfirkona ferðamála héldu ekki vatni yfir því hvað túristagosið á Fimmvörðuhálsi væri mikill happafengur fyrir ferðaþjónustuna, en svo æstist leikurinn og þetta færðist yfir á stig náttúruhamfara. Samgöngur fóru úr skorðum heima og heiman. Og ekki nokkur vissa hvað kæmi næst fyrir í gosvirkni hér, margir möguleikar hugsanlegir. Þá dvín áhugi fólks í bili að fara í ferðir til landsins, sem sýnir sig að vera ótryggt hættusvæði, með stóran óvissufaktor í samgöngum. Þá gapa ferðaþjónustuforkólfarnir hver uppí annan í vandlætingu, og kenna forseta okkar um afleiðingar eldsumbrota á Íslandi. Þvílík speki, sem boðið er upp á!!!

Stefán Lárus Pálsson, 29.4.2010 kl. 13:55

4 identicon

Ég vildi óska þess að fólk vandaði sig aðeins betur í þessum bloggum á mbl. Ég er ekki sammála þér Kristján með Ólaf Ragnar Grímsson en það er líka í góðu lagi en hversskonar blog færsla er þetta eigilega? þú talar um að allir séu að bulla endalaust og að helstu hagsmunaaðilarnir í ferðageiranum séu miður vel gefið fólk og hvaðeina. Og svo veðuru yfir í að tala um fólk sem á að bera ábyrgð og ferð þá að tala um Jóhönnu sem tengist þessu ekki neitt. Aldrei myndi ég vilja skrifa færslu án þess að hafa e-h fram að færa eða einhverjar auka upplýsingar. Allar færslur á þessu mbl bloggi eru farnar að snúast um að "drulla" yfir sem flesta. Væri óskandi ef fólk gæti aðeins farið að vanda sitt mál.

Þetta er í annað skiptið sem ég commenta á mbl og ég geri það bara þegar ég fæ nóg. Hitt skiptið var þegar mogga bloggurum fannst sniðugt að nota gaddavíra til að stoppa hraðakstur á mótorhjólum.

Þú mátt hafa þína skoðun hvort forsetinn brást rétt við eða ekki en það sem meðal annars Erna og fleiri innan ferðageirans eru að reyna koma að er að forsetinn hefði alveg getað reynt að lægja öldurnar í staðinn fyrir að búa til æsifrétt úr þessu. Fólk hérna virðist halda það að það séu nokkrir hagsmunaaðilar sem kenni forsetanum um en þetta er e-h sem varðar okkur öll. Við megum einfaldlega ekki við því að missa ferðamannaiðnaðinn niður líka, það skaðar alltof marga aðila, við erum öll hagsmunaaðilar í þessu máli.

Ég veit vel að ykkur finnst spennandi að líkja Eyjafjalljökli við hamfarasvæði og vissulega er það rétt en það er mjög mikilvægt að útlendingar viti að það er í góðu lagi að koma hingað og engin hætta á ferðum nema í kringum gossvæðið. Hefði Óli ekki átt að koma betur inn á það ?

og jájá ég veit vel hvað getur gerst ef Katla gýs og hversu stórt það gæti orðið miðað við gosið nú en það er ekki hægt að bíða á rassgatinu í mörg ár, mar verður að lifa með aðstæðunum og ef við ætlum að fæla útlendinga frá landinu gætum við alveg eins gleymt því að reyna reisa þetta land upp frá rústum.

Er réttlætissinni orð? ég vona ekki því að ég er kominn með ógeð af því.

Bergþór (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 15:37

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Frekjan í ferðaÞjónustunni er bara í takt við það sem gengur og gerist hjá hagsmunaklíkum, en þessi orð í fréttinni komu mér mest á óvart:

Við leyfum erlendum fjölmiðlum of mikið að komast í rangar upplýsingar og tala niður landið okkar sem áfangastað. Þá á ég við að það hefur verið einblínt á aðstæður í kringum gosið og fyrir austan, á meðan að sáralítil umfjöllun hefur verið hversu lítið okkar daglega líf í höfuðborginni hefur raskast.

Þetta segir Hildur Ómarsdóttir, forstöðumaður sölu- og markaðssviðs hjá Icelandair Hotels á Íslandi.

Halló. Ætlar þetta lið að fara að stjórna því hvert fjölmiðlar úti í heimi mega leita til að fá sínar upplýsingar? Hvað þykjast þau eiginlega vera?

Theódór Norðkvist, 29.4.2010 kl. 17:17

6 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Nenni ekki að svara líttskiljanlegu kommenti s.k. Bergþórs sem þorir ekki að koma fram undir fullu nafni. Hann eiginlega sannar mitt mál!

Kristján H Theódórsson, 29.4.2010 kl. 19:10

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þér Kristján.  Hvar eru öll kosningaloforðin skjaldborgin um heimilin og allt hitt?  Þau eiga bæði að segja af sér Jóhanna og Steingrímur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.4.2010 kl. 09:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband