Skilur mannfíflið ekki íslensku?
25.6.2010 | 15:11
Sé ekki betur en þau blessuð hjúin Jóhanna og Steingrímur verði að láta þetta heimska gerpi taka pokann sinn strax. Hann er að rústa trúverðugleika stjórnarinnar sem mátti ekki við miklu.
Þrátt fyrir að texti lagagreinar nr 18 í vaxtalögum, sem Gylfi segir styðja sinn málflutning rynni yfir skjáinn á mbl.is , þar sem nánast er rekið þveröfugt ofan í hann bullið , þá heldur hann því fram þveröfugri þýðingu laganna. Lögin semsagt tryggja rétt neytandans/lánþegans!
Fjarstæðukennd niðurstaða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Alltaf leiðinlegt þegar verið að uppnefna fólk.
Finnur Bárðarson, 25.6.2010 kl. 16:06
Ég er reyndar samála því, en ef þú ert að vísa til virðingarheitanna sem ég gaf blessuðum ráðherranum hér í mínu innleggi, þá finnst mér hann hafa unnið til þess að maður geri undantekningu!
Maðurinn er svo gjörsamlega búinn að fyrirgera öllum rétti til að njóta virðingar. Hann fer ítrekað, ég endur tek,- ítrekað , beinlínis með rangt mál ,- lýgi. Það eru takmörk hvað okkur borgurum er bjóðandi íi málflutningi stjórnenda þjóðfélagsins. Þessi maður telur sig geta umgengist þjóðina eins og þar séu algjörir tómthausar, og því ber honum engin virðing lengur!
Kristján H Theódórsson, 25.6.2010 kl. 16:54
Ég geri ráð fyrir að best væri ef tríóið (Jóhanna ,Steingrímur og Gylfi) með "skónúmersgreindarvísitöluna" væri best geymt á Kleppi miðað við ruglið og þruglið sem þau hafa látið út úr sér sl. daga.
Það eina sem er Jóhönnu til málsbóta að Hrannar semur allt sem út úr henni kemur, enda kerla ekki nógu klár til þess að gera það sjálf.
Óskar Guðmundsson, 25.6.2010 kl. 16:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.