Efast um dómgreind Jóns Steinssonar?

Það sem gleymist ítrekað hjá þessum snillingum sem gagnrýna niðurstöðu dómstólsins, er sú staðreynd að lánastofnanirnar eru gerendur glæps, brotlegi aðilinn. Það er því eðlilegt að þær beri skaða. Blessaðir einfeldningarnir fjalla um þetta eins og um saklausa sveitadrengi sé að ræða ,sem fái ómaklegan skell.  Lántakendur sk. gengistryggðra lána hafa þolað margt mótlætið vegna þess arna og því mega þeir  ekki fá einhverja umbun á móti ?

Samlíking: Ökumaður ekur bíl sínum drukkinn og lendir í árekstri, veldur öðrum ökumanni tjóni og eyðileggur sinn eigin bíl. Nú er víst næsta líkleg niðurstaða dóma í slíku máli að hinn drukkni ökumaður telst hafa fyrirgert rétti sínum til bóta fyrir sitt eigið ökutæki, og að auki skal hann venjulega greiða úr eigin vasa allan skaða hins. 

Upphafið að þessum árekstri var sá að aðilar mæltu sér mót á ákveðnum stað, en hinn ódrukkni vissi ekki,eða mátti vita , að félaginn væri óökufær og ólöglegur til aksturs. Hvort sem hann lagði að þeim drukkna að koma eða atvik voru á hinn veginn, að sá drukkni heimtaði stefnumótið, þá fengi sá drukkni ekki bílinn sinn að nokkru leyti viðgerðan nema á eigin kostnað, fyrir utan auðvitað að missa bílprófið!


mbl.is Efast um íslenska lögfræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég efast um dómgreind allra sem kalla sig hagfræðinga og bulla svo bara um hluti sem þeir hafa ekkert vit á.

Guðmundur Ásgeirsson, 30.6.2010 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband