Níðast á því sem þeim er til trúað!

Nú hafa talað fulltrúar þeirra stofnana sem brugðust þjóð sinni og þegnum með að sinna ekki eftirlitsskyldu sinni gagnvart lánastofnunum ,sem komust upp með það í 8-9 ár að lána ólöglega lán með erlendu gengisviðmiði sem tryggingu og tóku síðan stöðu gegn krónunni svo umrædd lán hækkuðu glæpsamlega.

Nú vilja þessir eftirlitsaðilar sem brugðust svo hrikalega verðlauna brotaaðilann með því að, gegn dómi æðsta dómstóls þjóðarinnar, leyfa þeim að bæta sér upp missi hins ólögmæta gengisgróða með mikið hærri vöxtum en lánaskjöl kveða á um.

Þetta hlýtur að vera fordæmalaus valdníðsla og ekkert annað! Lögleysa!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband