Margs enn ógetið sem máli skipti!
3.7.2010 | 14:50
Eitthvað að róast umræðan um lánamálin, en mér flaug í hug eitt atriði sem mótrök gegn bulli þeirra sem segja lántakendur gengistengdra lána hafa verið varaða við gengisáhættunni áður en lánasamningur var frágenginn. Því beri þeim engin leiðrétting, þetta hafi verið vísvitandi fjárhagslegt harakiri og viðkomandi maklegt að súpa seyðið af ruglinu.
Hins hef ég hvergi séð getið, að fulltrúar lánveitanda hafi bent lántökum á ólögmæti þessara lána, sem þeim auðvitað bar miðað við að sú vitneskja hefur verið fyrir hendi í lánastofnunum frá því lög voru samþykkt þar um 2001. Hér er þegar komin mótrök sem slátra að mínu áliti snarlega hinum.
Hitt kjaftæðið stóðst auðvitað enga skoðun, því tilvitnuð gengisáhætta varð langt umfram það sem nokkrun gat órað fyrir.
X-mál og ákærur vegna hruns vofa yfir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:08 | Facebook
Athugasemdir
Óréttlætið er allstaðar í samfélaginu okkar, og spilltust af öllum eru Jóhanna og Steingrímur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.7.2010 kl. 10:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.