Aumasti af öllum aumum!
10.8.2010 | 20:28
Að sjá þennan garm reyna að ljúga sig frá mistökum sínum og dómgreindarleysi.
Svo lenti hann í mótsögn við sjálfan sig þegar hann , eftir að hafa í upphafi sagt seðlabankann hafa bannað öðrum en einum tilteknum starfsmanni ráðuneytis síns að lesa umrætt lögfræðiálit, þá stynur hann því upp að tiltekið hafi verið að efni þess skyldi ekki til brúks utan veggja ráðuneytisins!
Semsagt, hver og einn einasti starfsmaður að Gylfa sjálfum meðtöldum mátti lesa plaggið!
Ætli að það sé tilviljun að í nafninu Gylfi og orðinu Lygi eru að stórum hluta sömu bókstafir?
Skilyrðislaust á þessi garmur að segja sig nú þegar frá embætti!
Mátti ekki dreifa minnisblaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Aumingja íslenska þjóðin að sitja uppi með íslenska stjórnmálastétt eins og hún leggur sig.
Baldvin Nielsen Reykjanesbæ
B.N. (IP-tala skráð) 10.8.2010 kl. 20:38
Sagt er að fólk sé að ljúga þegar það endurtekur sig í yfirheyrslum. Gylfi Magnússon marg endurtók sig í Kastljósinu í kvöld. Mér er hellst að trúa að hann hafi ekki sagt eitt einasta satt orð í kvöld.
ihg
Ingvar, 10.8.2010 kl. 20:39
Gylfi Magnússon er huglaus rola sem tekur ekki ábyrgð á neinu og er greinilega ekki að valda sínu starfi. Það var ljóst fyrir löngu síðan.
Guðmundur Pétursson, 10.8.2010 kl. 20:43
Okkur ber að hreynsa út úr alþingi í haust þegar það kemur saman kerfið virkar ekki lýðræðislega heldur er það litað af spillingu mafíustarfsemi og ránastofnunum sem heita bankar!
Utanflokksstjórn verður að taka við sem hefur hagsmuni almennings að leiðarljósi en ekki örfárra landráðamanna!
Sigurður Haraldsson, 10.8.2010 kl. 20:44
Já, það er löngu orðið víst að Jóhönnu-stjórnin vinnur ekki vegna neins lýðræðis. Og Gylfa Magnússyni er alls ekki trúandi fremur en nokkrum í Samfylkingunni og fæstum í VG.
Elle_, 10.8.2010 kl. 20:59
Elle þú ert með þetta á hreinu takk.
Sigurður Haraldsson, 10.8.2010 kl. 21:03
Á þá að kjósa xD og xB í næstu kosningum og svo Vinstri Græna og Samfylkinguna þar á eftir?
Baldvin Nielsen Reykjanesbæ
B.N. (IP-tala skráð) 10.8.2010 kl. 21:07
Baldvin hefur þú ekki lesið bloggið þar er hvatt til nýrrar stjórnarhátta með fólki sem er óháð flokksræðinu. Það sem vantar er lýðræði, samkennd, hugsjón og vilji þetta hefur gleymst í flokksræðinu og einkavinavæðingunni sem endaði í líki mafíu!
Sigurður Haraldsson, 10.8.2010 kl. 23:12
Verð að viðkenna það að ég er ekki mikið að fylgjast með þessa stundina en ég get tekið undir með þér að það sem þú segir er það sem vantar. Stóra spurningin er hefur íÍslendingurinn það í sér að geta staðið saman af hugsjón í stað sérhagsmuna?
Baldvin Nielsen Reykjanesbæ
B.N (IP-tala skráð) 10.8.2010 kl. 23:54
Baldvin ef ekki finnst hér fólk til að stjórna án sérhagsmuna þá er best að við tökum pokann okkar strax en því vil ég ekki trúa og því ætla ég að vera hér á landi þar til ég dey.
Sigurður Haraldsson, 11.8.2010 kl. 01:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.